Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 18

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 18
KR-KONUR RENNA UPP Á KÖNNT Alkunnur er dugnaður islenskra kvenna að margskonar félags- og fram- faramálum. Segja má að flest mál, er konurnar taka að sér, komist -heil ,í höfn fyrr eða síðar. Af hreinni tilviljun rákumst við á meðfylgjandi kaffikönnumynd. Langaði okkur að fá dálítið meiri vitneskju um þá starfsemi, sem hér væri á ferðinni og lögðum því leið okkar einn eftirmið- daginn að Sörlaskjöli 1, þar sem við hittum fyrir frú Aldísi Schram, og röbb- uðum við hana smá stund. Frú Aldís sagði m.a.: Fyrir einu ári síðan komum viðsam- an 25 KR-konur, sem eigum það sam- eiginlegt að vera giftar áhugasömum KR-ingum, er eyða flestum frístundum sínum i íþróttirnar. Það er að sumu leyti sérstakt að eiga slíka eiginmenn og þvi hafði skotið upp þeirri hugmynd hjá mörgum okkar, hvað við gætum gert i svipuðum dúr og þeir, hvernig við gæt- um aðstoðað og hjálpað félaginu. Þetta varð síðan til þess, að við mynd- uðum með okkur formlegan félagsskap með sína eigin stjórn og köllum við fé- lagið KR-konur. Hlutverk þess er að standa fyrir veitingum á hinum mörgu fundum og samkomum, sem haldnar eru í félagsheimilinu. Við seljum að sjálf- sögðu veitingarnar. en hagnaðinn notum við til að betrumbæta og fegra félags- heimilið, með þvi t.d. að kaupa nauð- synleg áhöld og tæki, endurnýja gardín- ur o. m. fl. Við vorum 25 sem byrjuðum, en erum nú orðnar 50, og við komum saman einu sinni í mánuði. Félagskonur eru bæði ömmur og mömmur og úr ýms- um deildum félagsins. Er við ræddum um hina félagslegu þýðingu þessarar starfsemi, sagði Aldís: Ég held að eins og deildaskiptingin i fé- laginu kann að hafa verið nauðsynleg, hafi henni fylgt sú staðreynd, að ýmsir félagar fjarlægðust hvorn annan. Með okkar starfi er stuðlað að þvi að félags- menn fái betra tækifæri til að hittast og koma saman og þannig öðlast menn víðari sjónarsvið. Við KR-konur störf- um að sjálfsögðu jafnt fyrir allar deild- ir félagsins eftir því sem þær þurfa á að halda og þannig fáum við sjálfar enn meiri skilning og yfirsýn yfir hið marg- þætta starf. Ég minnist t.d. hvað það var ánægju- legt á KR-daginn í fyrra. Þá komu bæði 'pabbar og mömmur og afar og ömmur að horfa á strákana og þetta áhuga- sama fólk fékk siðan tækifæri til að hittast og sjá hvort annað í kaffinu hjá okkur KR-konum. Á þennan hátt vinn- um við að meiri samheldni og auknum félagsanda. WMmmmmmmmmmmmmmímm RÆTT VIÐ FRÚ Frú Aldís Sdhram: „ViO hugleiddum hvernig viö gcetum orSiS félaginu aS liSi.“ ALDÍSI SCHRAM 18

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.