Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 18
KR-KONUR RENNA UPP Á KÖNNT Alkunnur er dugnaður islenskra kvenna að margskonar félags- og fram- faramálum. Segja má að flest mál, er konurnar taka að sér, komist -heil ,í höfn fyrr eða síðar. Af hreinni tilviljun rákumst við á meðfylgjandi kaffikönnumynd. Langaði okkur að fá dálítið meiri vitneskju um þá starfsemi, sem hér væri á ferðinni og lögðum því leið okkar einn eftirmið- daginn að Sörlaskjöli 1, þar sem við hittum fyrir frú Aldísi Schram, og röbb- uðum við hana smá stund. Frú Aldís sagði m.a.: Fyrir einu ári síðan komum viðsam- an 25 KR-konur, sem eigum það sam- eiginlegt að vera giftar áhugasömum KR-ingum, er eyða flestum frístundum sínum i íþróttirnar. Það er að sumu leyti sérstakt að eiga slíka eiginmenn og þvi hafði skotið upp þeirri hugmynd hjá mörgum okkar, hvað við gætum gert i svipuðum dúr og þeir, hvernig við gæt- um aðstoðað og hjálpað félaginu. Þetta varð síðan til þess, að við mynd- uðum með okkur formlegan félagsskap með sína eigin stjórn og köllum við fé- lagið KR-konur. Hlutverk þess er að standa fyrir veitingum á hinum mörgu fundum og samkomum, sem haldnar eru í félagsheimilinu. Við seljum að sjálf- sögðu veitingarnar. en hagnaðinn notum við til að betrumbæta og fegra félags- heimilið, með þvi t.d. að kaupa nauð- synleg áhöld og tæki, endurnýja gardín- ur o. m. fl. Við vorum 25 sem byrjuðum, en erum nú orðnar 50, og við komum saman einu sinni í mánuði. Félagskonur eru bæði ömmur og mömmur og úr ýms- um deildum félagsins. Er við ræddum um hina félagslegu þýðingu þessarar starfsemi, sagði Aldís: Ég held að eins og deildaskiptingin i fé- laginu kann að hafa verið nauðsynleg, hafi henni fylgt sú staðreynd, að ýmsir félagar fjarlægðust hvorn annan. Með okkar starfi er stuðlað að þvi að félags- menn fái betra tækifæri til að hittast og koma saman og þannig öðlast menn víðari sjónarsvið. Við KR-konur störf- um að sjálfsögðu jafnt fyrir allar deild- ir félagsins eftir því sem þær þurfa á að halda og þannig fáum við sjálfar enn meiri skilning og yfirsýn yfir hið marg- þætta starf. Ég minnist t.d. hvað það var ánægju- legt á KR-daginn í fyrra. Þá komu bæði 'pabbar og mömmur og afar og ömmur að horfa á strákana og þetta áhuga- sama fólk fékk siðan tækifæri til að hittast og sjá hvort annað í kaffinu hjá okkur KR-konum. Á þennan hátt vinn- um við að meiri samheldni og auknum félagsanda. WMmmmmmmmmmmmmmímm RÆTT VIÐ FRÚ Frú Aldís Sdhram: „ViO hugleiddum hvernig viö gcetum orSiS félaginu aS liSi.“ ALDÍSI SCHRAM 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.