Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 19
SPJÓTKASTARA FJÖLSKYLDAN Ozolina og Lúsis — Spjótkastara- fjölskyldan — Alexej Srebnitski (Apn) Iþróttalíf hjónanna Elviru Ozolinu og Janis Lúsis hefur verið svipað að mörgu leyti. Þau hafa bæði orðið Olympíumeist- arar, Sovétmeistarar, Evrópumeistarar og heimsmeistarar. Þau eru jafnaldrar. Lúsis er fæddur 19. maí 1939 og Ozolina ,þann 8. október sama ár. En hún var lengi vel örlítið á undan í íþróttunum. Hún hóf stundun frjálsíþrótta árið 1955, eða tveim árum á undan Janis. „Þegar ég kom í landsliðið, var Elvira þegar orðin Olympíumeistari. Eg tilbað hana. Og frómt frá sagt er hún einnig nú fyrirmynd íþróttamanns í mínum augum.“ Þetta eru orð íþróttamanns, sem var útnefndur „Besti frjálsíþróttamaður ára- tugsins" í árslok 1972 samkvæmt alþjóð- legri skoðanakönnun franska timarits- ins „Mirroir de l’atletism“. Lúsis fékk flest atkvæðin, þrátt fyrir ósigur sinn á Olympíuleikunum í Múnchen ’72. Janis eyddi bernsku sinni í lettnesku þorpi í 100 km fjarlægð frá Riga. Sem unglingur hreifst hann af íþróttum og íagði stund á ýmsar íþróttagreinar, en akki kast eða varp af neinu tagi. Til þess var hann ekki nægilega sterkur Þegar hann hafði lokið skólanámi og hafið nám í Iþróttaskólanum í Riga, á- kvað hann að sérhæfa sig í þrístökki. En þjálfarinn í tugþraut og spjótkasti taldi hann á að koma í sinn flokk. Á þeim árum, sem Janis æfði fjöl- þrautir, breyttist hann í hreinan fim- leikamann (180 sm og 90 kg). Árið 1961 varð hann þriðji í Sovétmeistarakeppn- inni bæði í tugþraut og spjótkasti. Og ári síðar sigraði hann á Evrópumeistara- mótinu í spjótkasti og endurtók það af- rek þrisvar, 1966, 1969 og 1971. Lúsis hefur tekið þátt í þrem Olympíu- leikum. Árið 1964 í Tókió, þar sem hann ihefði átt að sigra eftir öllum sólarmerkj- um að dæma, fór eitthvað úr skorðum og hann fékk bara bronsverðlaun. Fjór- um árum síðar, í Mexikó, þegar sérfræð- ingar þorðu ekki að spá ákveðið fyrir um endalokin, varð Lúsis Olympíumeist- ari, en hafði þá tapað heimsmeistara- titlinum. 1 Múnchen tapaði hann fyrir Klaus Wolferman frá Vestur-Þýskalandi, en bætti silfurverðlaunum Olympiuleik- anna í verðlaunasafnið. Nú stundar Janis Lúsis, liðsforingi í sovéska hernum, framhaldsnám við Heilsuræktarstofnunina og undirbýr loka ritgerð, sem fjallar um nokkrar hliðar undirbúnings í spjótkasti í úrvalsflokki. Elvira Ozolina er hreinræktaður Len- ingradbúi., Hún lagði stund á sp^ótkast hjá hinum fræga sérfræðingi, Levan Sulljev. Árið 1960 klöppuðu Italir þess- ari grönnu stúlku frá Leningrad lof i lófa á Olympíuleikunum i Róm. Tveim árum síðar varð hún einnig heimsmeist- ari. Ozolina er eins og sköpuð fyrir spjót- kast, vegna vaxtar síns, en hún er 175 sm á hæð og 68 kg. fimi sinnar, krafta, samhæfingar og íþróttaviðhorfa, en hún elskar iþríttir meira en sjálfa sig. Hún hefur orðið fyrir óvæntum óhöppum, eins og t.d. í Tókíó, þegar hún kom þang- að sem liklegasti sigurvegarinn, eins og Lúsis, en var í fimmta sæti. Síðan fór henni að ganga verulega illa. Árið 1966 varð Sovétmeistarinn El- vira Ozolina, sem hafði nýlega unnið þann titil í fjórða skipti, fyrir slæmum meiðslum í axlarliðnum. Reynslan hefur sýnt, að eftir slík meiðsli verður ekki snúið aftur til íþróttanna. 1 fjögur ár kom hún ekki nálægt íþróttum. Janis ferðaðist um allt, sigr- aði og tapaði, en Elvira sat heima hjá syninum Dima. „Ég var búin að fá nóg af því að vera í illu skapi og fór að æfa aftur upp á eigin ábyrgð,“ sagði Ozolina. Hún fékk ihjálp. Fyrst og fremst var það Janis, sem hjálpaði henni með orð- um, stuðningi, ráðum og aðallega trúnni á hana. Vinkona hennar Inessa Jaún- zeme, Olympiumeistari frá árinu 1956 hjálpaði henni líka. Hún er þekktur skurðlæknir í Lettlandi og gaf Elviru ráð, bæði sem sérfræðingur í íþróttum og læknir. Að lokum var það þjálfarinn, Otto Jurgir, sem tók Olympíumeistarann í sína deild og byrjaði með henni á byrj- uninni. Endurkoma Ozolinu var stórkostleg. Hún komst strax í hóp bestu spjótkast- ara Sovétríkjanna, eins og áður og bætti hún Sovétmetið tvsivar. Elvira Ozolina hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Hún sendi spjótið 57 metra, siðan 59,55 metra, 59,78 og síðast 61,38. Hún er fyrsti spjótkastari kvenna í heimi, sem fer yfir 60 metra. Á þeim árum, sem Elvira sat heima, varð árangur frjálsíþróttafólks langt um betri. Núverandi lýðveldismet hennar í dag, sem er 63,96, er 2.14 m fyrir neðan heimsmetið, sem Ruth Fuks frá Austur- Þýskalandi á. Ozolina leynir þvi ekki, að henni finnst hún vera nægilega ung og sterk til að ráðast á þetta forskot. „67 metrar eru raunhæft viðfangsefni“, seg- ir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.