Íþróttablaðið - 01.12.1974, Side 25

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Side 25
Judo — hin milda aðferð Judoíþróttin er ein hinna ungu íþrótta- greina hér á landi, en nýtur vaxandi vinsælda. Til að kynna þessa skemmti- legu íþróttagrein fyrir lesendum Iþrótta- blaðsins, ræddum við nýlega við Eystein Þorvaldsson, formann Judosambandsins. — Hvaö geturöu sagt okkur um upp- haf Judoíþróttarinnar, Eysteinn? Judo eins og það er í dag hefur þróast upp úr gamalli japanskri bardagaaðferð. Segja má að það sé þaulhugsað og jafn- vel byggt á heimspekilegum athugun- um. Sjálf aðferðin er ekki síst fólgin í því að notfæra sér árásarhreyfingar andstæðingsins, t.d. með því að víkja sér undan og færa sér í nyt fallkraft andstæðingsins. Nafnið Judo þýðir raun- verulega „hin milda aðferð" og judo- iðkunin byggist einmitt á því að sigra andstæðinginn með því að láta undan i stað þess að gera árás. En auðvitað verð- ur að kenna bæði sókn og vörn og stund- um getur sókn verið besta vörnin. Judoið eins og við þekkjum það hefur haldist mikið til óbreytt frá því á síð- ustu öld, en er þó alltaf að þróast og íþróttin er mjög móttækileg fyrir nýj- ungum. SKÓLAÞRÓTT 1 JAPAN — GAMLAR OG RÓTGRÓNAR VENJUR. I Japan er judo kennt í öllum skólum, ekki síst í framhaldsskólum. Allar reglur siðir og venjur í sambandi við judo- kennslu og keppni eru dálítið sérstæðar og geta virkað jafnvel broslegar frá leikmanns sjónarmiði. En þetta hefur allt sinn ákveðna tilgang. Sumar hreyf- ingar eru nokkurs konar merkjamál, en að öðru leyti er lagt mjög mikið upp úr ströngum aga og virðingu fyrir iþrótt- inni í iheild. Það á jafnt við um iðkendur, þjálfara og dómara. Margt af þessu bygg- ist á erfðavenjum frá gömlum tima, en þjónar sínum tilgangi ekkert síður nú Jóhannes Haraldsson t.v., smeygir sér undan bragöi Eysteins Þorvaldssonar for- manns Judosambandsins. en þá. Judoíþróttin gerir strangar kröf- ur til manna og það uppfyllir enginn þær kröfur ef hann slær slöku við. — Er mikiö um slys í judo? Nei, afar lítið. Þetta var einmitt at- hugað sérstaklega nú nýlega, vegna þess að í athugun er á vegum judofélaganna að fá hópslysatryggingar. Þá kom í Ijós, að slys við judoiðkanir eru með minnsta móti. Geri ég ráð fyrir að það stafi ekki síst af þvi, að mikil rækt er lögð við alhliða líkamsþjálfun þannig að menn fá gott jafnvægi og jafnframt er þess gætt að menn leggi ekki út í harða við- ureign nema vera vel undir það búnir. — Hefur þú sjálfur iökaö mikiö judo ? Það er ekki mjög mikið, þó hef ég æft s. 1. átta ár. Áður æfði ég töluvert íslenska glímu, en fylgdist alltaf nokk- uð vel með judoinu frá þvi að það kom hingað fyrst. — Einnst þér judo skemmtilegri en glíma? Já, ég held ég verði nú að segja það. Ég 'hafði all lengi afskipti af glímu- málum, ekki bara sem iðkandi, heldur líka af félagsmálefnum glímunnar. Því miður finnst mér glíman í algerri sjálf- heldu eins og haldið er þar á málum. Ihaldsemi er mjög ríkjandi og ekki hlust- að á það að Þróa glímuna til samræmis við breytta tíma eins og i öðrum iþrótta- greinum. Um s. 1. aldamót var mikill upp- gangstími í glímunni, þegar t.d. Jóhann- es á Borg og Hallgrímur Benediktsson komu fram á sjónarsviðið. Þeir breyta þá glímunni að verulegu leyti, m.a. bún- ingum og finna upp glímubeltin sem enn eru notuð. Síðan hefur engu mátt breyta, handtökin eru t.d. alveg föst og þetta 25

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.