Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 26

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 26
LÁTA SKIPTA UM BLÓÐ TIL AÐ NÁ BETRI ÁRANGRI Stundum geta íþróttir — og í- þróttamenn — leiðst út á villigötur í metnaði sínum. Það er nokkuð langt gengið, þegar örvandi lyf eru .notuð í því skyni að ná sem mestu út úr líkama sínum í keppni. En nú berast fréttir erlendis frá þess efnis að dæmi séu til þess að í ákafa sínum eftir góðu gengi á í- þróttaleikvangnum hafi iþróttamenn látið skipta um blóð í sér. Þeir „gefa“ blóð, ekki til að bjarga með- borgaranum, heldur til að ná enn lengra á íþróttasviðinu. Fyrir nokkrum árum benti pró- fessor Björn Ekblom í Stokkhólmi á ihættuna á þessu, og nú kveðst hann hafa dæmi um slíka misnotkun á blóði, en að svo komnu máli vill hann ekki greina frá öllum málsatvikum. Prófessor Ekblom fullyrðir að fram fari blóðskipti milli tveggja eða fleiri iþróttamanna í þessu skyni, en hin aðferðin segir hann að sé þannig, að íþróttamaðurinn láti taka úr sér blóð, sem geymt er í blóðbanka Eft- ir nokkurn tíma hefur blóðið í lík- ama iþróttamannsins jafnað sig með eigin framleiðslu. Þá fær viðkomandi blóð sitt í bankanum aftur. Þetta telur prófessorinn að hafi áhrif á sýruflutning blóðsins til vöðvanna. „Við þetta eykst líkamlegt atgjörvi og þreytumörkin verða önnur og haestæðari", segir prófessorinn. — „Mér virðist þetta heyra undir lyfja- neyzlu, enda þótt á annan hátt sé, og í rauninni útilokað að sanna á ibróttamanninn eins og gert er með örvandi meðul." Nú eru meiri möguleikar en nokkru sinni fyrr á pvi ad hljóta einhvern af hinum veglegu vinn- ingum happdrcettis okkar. En paö eru ekki aöeins pínir möguleikar til vinnings sem auk- ast, möguleikar SIBS til pess aö halda áfram uppbyggingu á Reykjalundi aukast til muna, og par meö aukast einnig möguleik- ar á hjálp, fyrir alla pá sem purfa á endurhœftngu aö halda. Happdrœtti SÍBS Auknir möguleikar allra 26

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.