Íþróttablaðið - 01.12.1974, Side 39
sex fljótustu 400 metra hlauparar jarð-
arinnar voru að grafa holur í sandinn
til þess að fá betri viðbragðsspyrnu, kom
hópur skoskra sekkjapípuleikara gang-
andi í þjóðbúningum yfir þveran leik-
vanginn, léku skosk þjóðlög á hljóðfæri
sín og staðnæmdust fyrir framan heið-
ursstúkuna.
Áhorfendurnir klöppuðu þeim lof i
lófa, þeim fannst gaman að þessu og
þeim mun fremur sem Skotarnir voru
klæddir skrautlegum pilsbúningum sín-
um, sem óvanalegt var að sjá á megin-
landi Evrópu.
Keppendurnir sex hættu að grafa.
Þeir litu upp og horfðu kímileitir á þessa
skringilegu hljómlistarmenn. Allir nema
einn. Hann var alvarlegur á svip. Það
var ekki laust við, að titringur færi um
líkama hans, og væri vel að gáð, mátti
sjá glampa í augum hans. Það var því
líkast, að eittlhvað bærðist innra í þess-
um manni, þegar hann heyrði landa
sína leika ættjarðarsöngva. Hann stóð
þarna meðal framandi þjóða, og allt í
einu koma svo landar hans og minna
hann á ættjörðina og að hægt sé að vinna
henni heiður með því að leggja fram alla
krafta sina.
Þessi maður er séra Liddell frá Skot-
landi — maðurinn, sem brá sér úr hemp-
unni til þess að tklæðast hlaupabúningi
á Olympíuleikvangi. Það, sem áhorfend-
ur veittu sérstaklega athygli við þennan
mann, var ekki hinn alvarlegi svipur
hans, heldur hvað hann var hræðilega
— eða öllu heldur hlægilega hjólbein-
óttur.
En nú var hlaupurunum skipað að
vera tilbúnir, þeir beygðu sig niður, tylltu
sér í viðbragðsholurnar og studdust létti
lega fram á fingurgómana. Skot ríður af
en ekki nema 6—8 metra, þegar annað
af — hlaupararnir eru þotnir af stað —
skot riður af. Það er merki þess að ein-
hver hlauparanna hafi lagt of snemma
af stað. Sökudólgurinn reyndist vera
Imback, Svisslendingurinn, sem orðinn
var eitthvað taugaóstyrkur eftir harða
keppni undanfarinna daga.
Vöðvakerfi hlauparanna sex slappast,
Þeir hægja skyndilega ferðina, uns þeir
staðnæmast alveg, snúa við og beygja
sig niður við sprettlínuna að nýju.
Á meðal áhorfenda rikir takmarka-
laus spenningur, þögnin er svo djúp og
mikil, að saumnál, sem fallið hefði úr
nokkurra metra hæð, myndi hafa rofið
hana. Það er þvi líkast sem hver og einn
maður sé negldur niður, þar sem hann
stendur. Það hreyfist hvorki leggur né
liður — allt er kyrrt og hljótt sem í
dauðra ríki.
Ræsirinn lyfir hendinni. Hann er reiðu
búinn að skjóta. Skotið riður af á næsta
augnabliki — i þriðja sinn — og nú ríkir
ekki lengur þögn á leikvanginum. Völl"
urinn bergmálar allur og glymur af öskr-
um og óhljóðum, húrrahrópum og hvatn-
ingarorðum.
Óheppnin hefur hent séra Liddell —
mesta óheppnin, sem borið getur að
höndum 400 metra hlaupara — það að
lenda á ystu brautinni. Ekkert hlutskipti
er til skelfilegra fyrir 400 metra hlaup-
ara en að lenda á ystu braut. Þar með
er honum gert að hlaupa, ekki lengri
vegalengd en hinir, heldur erfiðari vega-
lengd, þar sem hann einn sér ekki til
neins keppinauta sinna, fyrr en þeir eru
komnir fram úr honum, og úr því er
vonlaust fyrir ystu brautar mann að
sigra.
Það glampar enn í augun á séra
Liddell, og hann heldur bilinu jöfnu
milli sín og næstu manna fyrstu 200
metrana. Það er ekki unnt að segja neitt
um það, hver fyrstur verði.
En þegar ko-mið var nokkuð á þriðja
-hundrað metrana, varð ekki lengur um
það villst, að séra Liddell myndi vinna
það afrek í hlaupinu, sem engin dæmi
voru til áður á þessari vegalengd. Þarna
var undraverður hlaupari að leysa af
hendi fáheyrt afrek í sögu iþróttanna.
Svo frábærir voru yfirburðir hans, að
jafnvel í bugðunum hljóp hann á miðri
braut og skeytti engu að stytta sér
beygjuna. Og þegar komið var á beinu
brautina í endasprettinum, ihafði hann
náð svo miklu forhlaupi fram yfir Fisch,
sem næstur honum var, að sigurinn var
honum sýnilega viss. Þótt Ameríkumenn
á áhorfendapöllunum hrópuðu af lifs og
sálarkröftum: „Ra-ra-ra, A-m-e-ríka,
Fitch-Fitch-Fitch! — bar það engan á-
rangur, séra Liddell herti sig bara bet-
ur, og bilið milli hans og annarra keppi-
nauta hans lengdist aðeins þeim mun
meir.
Skeiðtimi prestsins skoska var nýtt
heimsmet, 47,6 sekúndur. Næstur honum
varð Bandaríkjamaðurinn Fitch, þriðji
Butter frá Englandi, fjórði Kanadamað-
urinn Jo'hnston, en bæði fimmti og
sjötti maður, Taylor frá Bandarikjunum
og Imback frá Sviss duttu á hlaupabraut-
inni, og enda þótt báðir risu eins og
elding á fætur aftur, var það þó um
seinan. Keppinautar þeirra voru komn-
ir marga metra fram úr þeim, og það
bil varð ekki jafnað á svo stuttu hlaupi.
Þegar breski þjóðsöngurinn kvað við
um endilangan völlinn fáeinum minút-
um síðar, stóð séra Liddell á sigurpall-
inum og söng fullum hálsi. Svipur -hans
var jafnalvarlegur og þegar hann -hlust-
aði á skosku þjóðlögin, áður en hlaupið
hófst, hann var jafnáberandi hjólbein-
óttur, og glampinn i augunum var sá
sami. — En hann hafði unnið sigur fyrir
ættjjörð sína, og hann fagnaði því -hennar
vegna, að -honum auðnaðist að bera
sigur úr býtum. Hann -hafði aldrei hlaup-
ið með þvílíkum hraða áður á ævinni,
og enginn hafði spáð honum sigri. Þess
vegna varð sigurgleðin margföld á við
það, sem annars -hefði orðið.
En þetta var líka í síðasta skiptið,
sem séra Liddell sást í hlaupabúningi.
Hann skipti aftur -á íþróttafatnaðinum
og prestshempunni, og fáeinum vikum
seinna sigldi hann alfarinn til Kína.
Þar starfaði hann sem trúboði í algerri
kyrrþey, síðast er fréttist.
ÍÞRÓTTAIVIENN!
39