Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 19
íþróttablaðinu berast ávallt bréf frá les- endum. Ekki er hægt að birta þau öll og sum eru of löng til að birta þau í heild og verðum við þá að birta aðal innihald þeirra. Nauðsyn er á að bréf til blaðanna séu stutt. plássins vegna. Þórður Jónsson í Laufahlíð, S—Þing. sendi blaðinu línu fyrir all löngu og segir m.a.: „Verður mér fyrst fyrir að þakka marg- breytilegt og skemmtilegt efni blaðsins á s.l. ári þótt ég meti ekki það allt jafn mikils. Sér í lagi segist hann vera ánægður með efni eins og kynningu á UMSB, frásögnina úr Hlíðafjalli, kvöldstund með Clausenbræðrum, spjall við Herulf Clau- sen og Tryggva í Miðdal. Myndir í blaðinu telur Þórður sérlega góðar. Þórður telur hins vegar vanta á nafna- lista með hópmyndum og tekur undir lesendabréf frá Hafnarfirði um að gera unglingum vaxandi skil í blaðinu. Hlutur auglýsinganna finnst honum of mikill, svo sem hann hefur áður tekið fram. Loks ræðir Þórður nokkuð um sund- íþróttina, Islandssundið og Norrænu sundkeppnina, og telur að þar hafi ýmis- legt farið úrskeiðis og mun hann ekki einn um þá skoðun. Hvetur hann íþróttablaðið til að taka það mál fyrir. Skal því hér skotið inn í, að á næstunni munum við eiga samtal við Torfa Tómasson, form. SSÍ, í þættinum „Hvar stöndum við“ og gefst þá væntanlega tækifæri á að kryfja málin nánar. Sem dæmi um sundáhuga í heimasveit Þórðar segir hann eftirfarandi dæmi úr fslandssundinu 1974: Meðal þeirra sem oftast syntu var ein húsmæðranna í sveitinni. Þótt hún hefði „nóg á sinni könnu“ heima fyrir með 7 manns í heimili, þ.á.m. 2 ungböm, vildi hún ekki láta sinn hlut eftir liggja, heldur gekk hún eða hljóp nær Vi km. vegalengd til sundstaðarins næstum því daglega um tveggja mánaða skeið og synti sína 200 m. og oft lengra.“ — Geri aðrir betur. Grunnskolí ISI námsefni Grunnskólans og fór það námskeið fram í íþróttamiðstöð ISI að Laugarvatni. Þar sem starfsemi Grunnskólans er ný af nálinni, verður hún í náinni fram- tíð í töluverðri mótun, en hér á við hið fornkveðna, að hálfnað er verk þá hafið er. Fjárhagsleg hlið í rekstri skólans er einnig í nokkurri óvissu ennþá, en von- andi tekst með samræmdum aðgerðum að ráða fram úr þeirri hlið málsins. Á myndinni hér að ofan eru þátttak- endur ásamt kennurum á A-námskeiði, er íþróttabandalag Reykjavíkur efndi til s.l. vetur og var það haldið í menntaskól- anum við Lækjargötu. Myndin að neðan er hinsvegar frá skólaslitum Gagnfræðaskólans í Hvera- gerði þar sem útbreiðslustjóri ISI er að afhenda þátttakendum viðurkenningar- skjöl, en 10 nemendur skólans völdu sér Grunnskóla ISI sem valgrein á s.l. vetri. Fræðsluráð íþróttahreyfingarinnar eru nú meira í brennidepli en oftast áður, enda gera flestir sér orðið grein fyrir því, að fjöldahreyfing á borð við íþróttahreyfinguna verður ekki rekin með tilætluðum árangri, nema til staðar séu nógu margir aðilar, sem hafa bæði vilja og getu til að sinna ábyrgðarmikl- um störfum leiðbeinandans. Starfræksla Grunnskóla ISI er einn samræmdasti liðurinn í því að mennta leiðbeinendur og þjálfara. Á sl. vetri starfaði skólinn á 5 stöðum og luku 60 manns A-námskeiði skólans. Síðar eru áformuð B- C- og D-stig fyrir fram- haldsnám og verða þau væntanlega haldin að mestu undir forsjá sérsam- bandanna en að einhverju leyti í sam- starfi við ISI. Á þessu hausti efndi I.S.I. til samræmingarnámskeiðs fyrir þá kennara. sem koma til með að kenna 19

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.