Íþróttablaðið - 01.09.1975, Síða 23
Valsmenn voru i miklum meirihluta við hringborðið þegar Iþr^Ma-
blaðið kom þangað í heimsókn, en Fram átti þó sína tulljrua. Tatið^
frá vinstri: Axel Sigurðsson, postmaður; Jón Petur Jónssorí
verzlunarmaður; Hörður H ilmarsson. kennari; Vilhjálmur K jartans-
son, verzlunarmaöur, Þorsteinn Sivertsen. verzlunarmaður: Hall-
dór Einarsson. iðnrekandi: Hermann Gunnarsson, skrifstofumaö-
ur; Bergur Guðnason, lögfræðingur, Ölafur Jónsson, tollvörður og
Guðmundur Frimannsson, endurskoðandi
Guðmundur Frímannsson, Halldór Ein-
arsson og Vilhjálmur Kjartansson. Þekkt
nöfn í íþróttaheiminum okkar. Einn félag-
anna er Ólafur Jónsson, tollvörður, for-
maður handknattleiksdeildar Fram og
Magnús Guðmundsson knattspyrnumark-
vörður úr KR er sagður mæta, ef KR
hefur unnið leik. — fylgdi það með sög-
unni, að Magnús hefði komið afar sjaldan
s.l. sumar. Þá eru þarna oftsinnis íþrótta-
fréttamenn sumra dagblaðanna, og öðru
hverju fær þessi virðulegi félagsskapur
gesti í heimsókn. Sögðu þeir FfGP-menn
að rnikil ásókn væri að komast inn í
félagið, en inntökureglur hins vegar
strangar og sniðnar við það að ekki verði
fleiri í félaginu, en svo að hver og einn
hafi a.m.k. pláss fyrir aðra rasskinnina á
bekknum við hringborðið.
Á „félagsfundunt" FÍGP sem haldnir
eru oftar en í nokkru öðru félagi. eða
a.m.k. fimm sinnum í viku, eru tekin til
umræðu og meðferðar öll mál milli him-
ins og jarðar. Þeir félagar láta sér ekkert
mannlegt óviðkomandi, eins og þar stend-
ur. Þannig voru t.d. hinar flóknu biðstöður
í einvígi Fischers og Spasskís brotnar til
mergjar á svipstundu, meðan á einvíginu
stóð, enda þarna nokkrir ágætir skák-
menn, félagar í hliðarklúbbi frá FÍGP sem
nefnist Peðið.
En oftast eru íþróttir og málefni tengd
þeim efst á dagskránni. og fjallað um þessi
efni bæði í léttum dúr og alvarlegum.
Menn eru gjarnan ekki á eitt sáttir og
sérstaklega ekki þegar enska knattspyrnan
á í hlut. Líkur hörðum deilum oft með
veðmálum, og er þá lögð brauðsneið eða
brauðsneiðar undir. Færasti veðmangari
FÍGP er Hermann Gunnarsson, enda
kemur þar tvennt til. Annars vegar að
hann er laginn að egna menn til brauð-
sneiðaveðmála og svo hitt að uppáhaldslið
hans, Manchester United, hefur átt mikilli
velgengni að fagna að undanförnu. Eru
það ófáar brauðsneiðar sem Hermann
hefur sporðrennt út á sigra United. Segja
félagar Hermanns í FlGP jafnan að nú sé
komið að síðustu brauðsneiðinni sem Her-
mann vinni á þennan hátt, og magna
hrakspár til United, sem flestar hafa kom-
ið fyrir lítið. Aðrir hafa vaðið fyrir neðan
sig. Uppáhaldslið Bergs Guðnasonar er
t.d. alltaf það lið sem er í forystu. Lenti
Bergur í miklum erfiðleikum í fyrra þegar
baráttan var mjög jöfn og tvísýn í ensku
knattspyrnunni, og varð þá jafnvel að
skipta um uppáhaldslið vikulega.
Halldór Einarsson, sem rekur
HENSON, sportvörugerðina, fær jafnan
sinn skammt frá þeim FÍGP-mönnum. í
fyrsta lagi fær Halldór góðar ráðleggingar
við megrun, sem þeir FÍGP-menn segja að
sé forsenda þess að hann fái þá ósk
uppfyllta að komast í aðallið Vals að nýju,
og í öðru lagi fær hann ýmsa sérfræðiupp-
lýsingar um sportvörugerð. Sem kunnugt
er gaf Halldór skozka liðinu Celtic bún-
inga er það kom hingað til leiks við Val í
Evrópubikarkeppninni á dögunum, og
upplýstu FÍGP menn að búningar þessir
hefðu hlaupið svo í þvotti, að þeir væru
nú notaðir fyrir 5. flokkinn hjá Celtic.
Þannig mætti lengi telja helztu ágreinings-
'málin hjá þeim FÍGP mönnum; Hver
dagur bíður upp á ný umræðuefni og ný
viðfangsefni til þess að brjóta til mergjar.
Og meðan málin eru rædd rennur kaffið
eða teið hennar Kristelar ljúflega niður en
þeir FÍGP menn eru miklir vinir veitinga-
fólksins í Tröð.
23