Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 24
Keppnls- greinar II og keppnis dagar15 Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika við undirbúning Olympíusvæðisins í Montreai í Kanada, benda nú allar líkur til þess að þar verði allt tilbúið er leikarnir eiga að hefjast, laugardaginn 17. júlí 1976. Þau glæsilegu mannvirki sem Kanada- menn eru nú að reisa verða verðug um- gjörð um þá miklu íþróttahátíð sem þessir leikar verða væntanlega. Iþróttahátíð æsku alls heimsins. Leikarnir í Kanada verða 18. Olympíu- leikar nútímans. Reyndar eru leikarnir taldir vera þeir 21. í röðinni, þar sem þeir þrír leikar sem féllu niður vegna styrjalda eru taldir með. Eins og flestum mun kunnugt eiga Olympíuleikar sér ævaforna sögu. Þeir voru haldnir í Grikklandi í nær tólf aldir, eða frá því árið 776 f.Kr. til ársins 393 e.Kr. að Þeódósíus mikli bannaði þá. Sigur í Olympíuleikum til forna þótti ein mesta upphefð sem nokkur maður gat hlotið, og þótt það sé reyndar enn draum- ur allra íþróttamanna að verða Olympíu- sigurvegari, er frægð þeirra sem slíkan titil hljóta tæpast á við það sem gerðist til foma. Olympíuleikarnir voru endurvaktir árið 1896, og hafði þar forgöngu franski barón- inn Pierre de Coubertin. Þótti við hæfi að fyrstu leikarnir færu fram í landi hinna fomu leika, Grikklandi, og var keppt á mjög fögrum og veglegum leikvangi í Aþenu, sem enn stendur í sömu mynd og var. Næstu leikar voru síðan haldnir í París árið 1900 og varð Frakkland fyrir valinu í heiðursskyni við Pierre de Coubertin. Um þetta leyti voru miklar umræður um hversu títt leikarnir skyldu haldnir. Ýmsir voru málsvarar þess að hinni fornu hefð yrði haldið og leikarnir haldnir árlega, en ofan á varð að halda þá á fjögurra ára fresti, og sem víðast. Leikarnir 1904 voru haldnir í St. Louis í Bandaríkjunum. Árið 1908 var London keppnisstaðurinn, og árið 1912 voru leik- arnir haldnir fyrst í Norðurlandi: Svíþjóð. Árið 1916 átti að halda leikana í Berlín, en þeir féllu niður sökum fyrri heimsstyrjald- arinnar og var það því ekki fyrr en 1920 að íþróttafólk safnaðist aftur saman til Olympíuleika, og þá í Antwerpen. Árið 1924 voru leikarnir haldnir að nýju í París, og árið 1928 í Amsterdam. Árið 1932 voru leikarnir haldnir öðru sinni í Bandaríkjunum og var Los Angeles keppnisstaðurinn. Árið 1936 voru leikarn- ir haldnir í Berlín. Var untgjörð þeirra leika miklu mun glæsilegri en verið hafði nokkru sinni áður, en hins vegar voru blikur á lofti sem urðu að því báli að tveir næstu Olympíuleikar féllu niður. Árið 1940 hafði Helsinki átt að vera keppnis- staðurinn og árið 1944 London. Þrátt fyrir mikla erfiðleika margra þjóða fyrstu árin eftir seinni heimsstyrjöldina voru leikarnir haldnir árið 1948, og var London þá keppnisstaðurinn. Árið 1952 var svo keppt í Helsinki og árið 1956 urðu þau þáttaskil í sögu leikanna að þeir voru í fyrsta skipti haldnir utan Evrópu eða Bandaríkjanna; í Melbourne í Ástralíu. Árið 1960 var Róm keppnisstaðurinn en árið 1964 voru leikar fyrst haldnir í Asíu og var þá höfuðstaður Japan, Tókíó fyrir valinu. Árið 1968 var Mexikó vettvangur leikanna og árið 1972 héldu svo Þjóðverjar leikana í annað skiptið, og þá í Munchen. Olympíuleikarnir í Kanada munu standa í 15 daga og er áformað að keppa þar í öllum þeim 21 keppnisgreinum sem viðurkenndar hafa verið sem Olympíu- greinar. Auk þess verða svo nokkrar íþróttagreinar sýndar og kynntar, en. enn eru nokkrar íþróttagreinar, sumar rnjög vinsælar og mikið stundaðar, sem ekki hafa verið viðurkenndar sent keppnis- Roger Rousseau, forseti framkvæmdanefnd greinar á Olympíuleikunum. Dagskrá leikanna verður í stórum dráttum þannig: SETNING: Setning Olympíuleikanna á að fara fram laugardaginn 17. júlí, og er gert ráð fyrir að hún verði með hefðbundnum hætti. Lið þátttökuþjóðanna munu ganga fylktu liði inn á Olympíuleikvanginn og hámarki sínu nær athöfnin er Olympíu- eldurinn verður tendraður. BOGFIMI: Keppni í bogfimi mun fara fram þriðju- daginn 27. júlí og síðan 28., 29. og 30. júlí. Keppt er bæði í karla og kvennaflokkum og er búizt við mjög mikilli þátttöku, enda hefur þessi íþróttagrein átt mjög auknum vinsældum að fagna víða um lönd.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.