Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 10
■?
Kaupum hesta
til útflutnings allan ársins
hring. Veitum fúslega allar
nánari upplýsingar
Hlutur Kirkjubæjar-
hrossanna athyglisverður
Kynbótasýningar mótsins voru öðru
fremur sýningar á því ræktunarstarfi,
sem fjölmargir einstaklingar um land
allt vinna á sviði hrossaræktar. Enginn
stóðhestur með afkvæmum var sýndur,
sem er í eigu hrossaræktarsambanda og
þeir fáu stóðhestar í einstaklingsflokk-
unum, sem eru eign hrossaræktarsam-
banda blönduðu sér ekki í baráttuna
um efstu sætin á þessu móti. Slík staða
hlýtur að kalla á skoðun á málefnum
hrossaræktarsambandanna um leið og
þetta er hvatning til manna eins og
Sveins Guðmundssona á Sauðárkróki
og Sigurðar Haraldssonar í Kirkjubæ
og annarra, sem með líkum hætti vinna,
um að láta merkið ekki falla heldur
halda áfram.
Hlutur Kirkjubæjarhrossanna í
þessu móti var athyglisverður og þá
bæði vegna fjölda þeirra miðað við það
stranga val, sem var á hrossum, er til
mótsins komu og hinu, hvað þessi hross
náðu góðum árangri. Alls voru það um
25 hross, ýmist frá Kirkjubæ eða þaðan
ættuð að mestu, sem þátt tóku í mótinu
og í flestum greinum blönduðu þau sér í
baráttuna um efstu sætin. Má þar nefna
að öllum fjórum flokktím stóðhesta var
einn af þremur efstu frá Kirkjubæ og af
þremur efstu hryssunum, sem sýndar
voru sem einstaklingar voru tvær frá
Kirkjubæ og einnig efsta hryssan með
afkvæmum, er keppti til 1. verðlauna.
Af tíu efstu gæðingunum voru tveir frá
Kirkjubæ. Það voru Kirkjubæjarhross,
sem stóðu efst bæði í flokki stóðhesta
með afkvæmum og af hryssum með af-
kvæmum, þegar keppni til heiðurs-
verðlauna sleppir. Af stóðhestum með
afkvæmum stóð efstur Þáttur 722 frá
Kirkjubæ, eign Sigurðar Haraldssonar
og af afkvæma hryssunum stóð efst
Stjarna frá Kirkjubæ, eign Elíasar
Kristjánssonar. I flokki fjögurra vetra
stóðhesta varð efstur Hlynur 910 frá
Hvanneyri, undan Þætti 722 frá
Kirkjubæ, eign Sigurborgar Jónsdóttur,
Báreksstöðum.
Af fimm vetra stóðhestunum varð
efstur Gáski 920 frá Hofstöðum eign
Kristfríðar Björnsdóttur, Hofstöðum.
Alls voru sýndir 10 stóðhestar í flokki 6
vetra og eldri, 13 í flokki fimm vetra og
8 í flokki fjögurra vetra.
í báðum flokkum hryssa, sem sýndar
voru sem einstaklingar stóðu eyfirskar
10