Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 37

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 37
samur leikmaður og öruggur, og þótt hann væri ekki hávaxinn vann hann flest skallaeinvígi sem hann lenti í. Fé- lagar hans í Manchester United voru ekki alltaf sammála sérfræðingunum, og þannig sagði t.d. Dennis Law eitt sinn — Best skorar mörg mörk með því að einleika í gegnum vöm andstæðing- anna, en það væri hægt að skora helm- ingi fleiri, ef hann myndi eftir því að hann hefur 10 samherja með sér. Jafn- vel hann sjálfur gæti skorað enn fleiri mörk, ef hann notaði okkur hina sem „batta“ öðru hverju. Keppnistímabilið 1968 var mjög ör- lagaríkt fyrir George Best, jafnvel þótt hann hlyti þá heiður sem flesta knatt- spyrnumenn dreymir um að hlotnast. Hann var þá á hátindi ferils síns, og margir mótherjar hans sáu að einasta ráðið til að stöðva hann var að brjóta gróflega á honum, og það var sem dómaramir horfðu oft á þau brot með blinda auganu. Að minnsta kosti fékk Best oft fyrir ferðina, án þess að þeir sem á honum nýddust fengju refsingu. George Best lét það fara óendanlega í taugamar á sér að þeir sem brutu á honum sluppu við refsingu, og stund- um missti hann algjörlega stjóm á sér, þannig að það var hann sem hlaut hegninguna. í landsleik fyrir Norður-írland sem fram fór í Belfast tók hann t.d. eitt sinn handfylli af leir og kastaði honum í andlitið á dómaranum. Þegar dómar- inn ætlaði að veita honum tiltal hrækti Best á hann, og fékk þar með auðvitað reisupassann. I öðrum leik, 1. deildar leik Manchester United gegn Man- chester City sló Best knöttinn úr hönd- um dómarans, og kallaði ókvæðisorð- um að honum. Refsing fyrir þetta til- tæki var tveggja mánaða keppnisbann. George Best iðraðist jafnan þegar hann hafði látið skapið hlaupa með sig í gönur og einu sinni þegar verið var að ræða þessi mál við hann í sjónvarps- þætti beygði hann af og sagði: — Trúir einhver því að maður vilji í raun og veru haga sér svona. Ég heiti sjálfum mér því í hvert skipti sem ég fer inn á völlinn, að hafa stjóm á mér, sama hvað fyrir kemur og mér tekst það í 28 skipti af hverjum 29. George Best fæddist 22. maí árið 1946 í fátækrahverfi í Belfast í Norð- ur-írlandi. Hann var mikið uppáhalds- bam móður sinnar, en hann þakkar föður sínum hve langt hann náði sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.