Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 15

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 15
eiga góða möguleika á að komast í aðra umferð UEFA-keppninnar, en til þess verða þeir að eiga minnst tvö mörk inni á Glentoran úr fyrri leiknum, þ.e.a.s. ef það er heimaleikur. Magdeburg, mótherji Vals, er betra lið en Glentoran, og það allverulega. Leikmenn liðsins eru hundrað prósent atvinnumenn á austantjalds máta. Þeir leika mjög „fastan bolta“ og yfirleitt maður á mann, og hafa með því kerfi náð upp liði sem er framúrskarandi lið í Austur-Þýzkalandi og á félagið raunar uppistöðuna í austur-þýzka landslið- inu. Það verður örugglega harður leikur á Laugardalsvellinum 13. september n.k. og ég hef trú á því að ef Valsliðið nær sér vel upp, þá verði það ánægðir knattspyrnuunnendur sem yfirgefa völlinn þann dag. FC Köln, mótherji Akurnesinga, er sennilega bezta liðið af þessum þremur. Þar eru mjög snjallir leikmenn á ferð- inni sem leika mjög hreyfanlega. Stutt þríhyrningsspil er þeirra aðalsmerki og mega Skagamenn virkilega gæta sín á þeim, sérstaklega þar sem þeir þurfa að leika á útivelli fyrst, og er því öruggt að Kölnarliðið mun leika þar á fullu. Mikil ásókn er núna í íslenzka knatt- spyrnumenn, og virðist hún koma frá þremur stöðum. í fyrsta lagi frá Belgíu, í öðru lagi frá Danmörku og í þriðja lagi frá Tony Knapp. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta mál og skoðanir manna eru mismunandi. Allir eru þó sammála um að ekkert réttlæti sé í því að erlend félög geti labbað hér um og valið sér leikmenn á miðju keppnis- tímabili, gert þeim tilboð, fengið þá út í Meðal þeirra sem erlend félög hafa nú augastað á er hlnn ungi leikmaður Vík- ingsliðsins, Arnór Guðjohnsen, sem er annar frá vinstri á mynd þessari úr leik Víkings og Þróttar. nokkra daga til reynslu o.s. frv. Þetta hlýtur að hafa áhrif á leiki þessara manna, hvort sem þeir fara út í þetta eða ekki. Það vita það líka allir sem eitthvað eru inni í knattspyrnumálum að er- lendu félögunum er óheimilt að hefja viðræður við leikmenn á meðan á keppnistímabilinu stendur, nema með samþykki viðkomandi félags og KSÍ, og þetta vita raunar engir betur en hinir erlendu kaupmenn og KSÍ, en báðir aðilar láta eins og þeir viti ekki neitt, eða málið komi þeim ekkert við. Auðvitað á KSÍ strax að setja sig inn í hvert einasta svona mál sein kemur upp og sjá um að farið sé að lögum, en ekki láta sem ekkert sé, þangað til félögin beinlínis fara fram á það að KSÍ vakni og geri eitthvað. Meira að segja lands- liðsþjálfarinn frá í fyrra og árið þar á undan kemur hingað upp, setur sig að sjálfsögðu í samband við sína blaða- menn til þess að fá nú viðtal með mynd, Ingi Björn skrifar þar sem hann getur einu sinni enn sagt frá því hvað'hann elski ísland og hvað hann sakni nú íslands og hvað hann finni þakklætið fyrir frammistöðu hans með islenzka landsliðið streyma frá þjóðinni — þakklætið fyrir hvað hann hafi lyft íslenzkri knattspyrnu og allt það. En hvert var erindi Tony Knapp til íslands nú síðast? Hann kom hingað til þess að eyða sumarfríinu sínu í að reyna ITOSHIBA SM-2700 Stereo-samstæöan Verð kr. 168.900.- Stórfallegt hljómflutningstæki á einstaklega góðu verði Allt í einu tæki: Stereo-útvarp, cassettusegulband, plötuspilari og 2 stórir hátalarar. Magnarinn er 28 wött. Tveir hátalarar eru í hvorum kassa. Stór renndur 28 sm plötudiskur. Útvarpið er með langbylgju, miöbylgju og FM Stereo. CR 0 Selektor. Komiö og skoðið þetta stórfallega tæki og sannfærist um að SM 2700 Toshiba-tækiö er ekki aöeins afburða stílhreint í útliti heldur líka hljómgott. SM 2700 gefur yöur mest fyrir peningana. Háþróaöur magnari, byggöur á reynslu Toshiba í geimvísindum. EINAR FARESTVEIT 4, CO. HF BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 Utsölustaðir: Akranes: Bjarg h.f. Borgarnes: Kaupf. Borgf. Bolungarvík: Verzl. E.G. Hvammstangi: Verzl. S.P. Sauöárkróki: Kaupf. Skagf. Akureyri: Vöruhús KEA. Hljómver h f. Húsavík: Kaupf. Þing. Eyiisstööum: Kaupf. Héraösb. Olafsfiröi: Verzl. Valberg. Siglufiröi: Gestur Fanndal. Hvolsvelli: Kaupf. Rangæinga. Vestmannaeyjum: Kjarni s.f. Keflavík: Stapafell h.f. 15

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.