Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 19
sundlaugina, sem þeir telja einhverja þá beztu á landinu og alla aðstöðu mjög til fyrirmyndar. Áhorfendur eru að jafnaði mjög margir á sundmótum hér, og hafa að- komumenn haft við orð, að vel mætti Reykjavík við una, ef slíkur fjöldi sæist þar á áhorfendapöllunum. Otisvæði til íþróttaiðkana eru á tveimur stöðum, sem kallast mega meiriháttar. Malarvöllurinn í Löngulág, er nokkuð kominn til ára sinna. Hann er í stytzta lagi sem knattspyrnuvöllur af náttúrulegum að- stæðum, en allgóð hlaupabraut umhverfis hann og sæmileg stökk- og kastaðstaða. Raunar má segja, að lakast sé búið að frjálsum íþróttum utanhúss hér, þar sem þær hafa algerlega horfið í skuggann fyrir vinsældum knattspyrnunnar. Þótt ýmsir annmarkar séu á malarvellinum, svo sem slæmur jarðvegur og pollamyndanir miklar í vatnsveðrum, er staðsetning hans góð, þar sem hann er í næsta nágrenni við báða skólana og því stutt að fara frá þeim stöðum til íþróttaiðkana þar. Grasvöllurinn við Hástein er höfuðæf- ingasvæði knattspyrnumanna ásamt því að vera aðalkeppnisvöllur eldri flokkanna. Mikið er búið að vinna við völlinn eftir gos til að bæta hann, en staðsetning hans er sömuleiðis ekki sem ákjósanlegust, niðri í laut, þannig að vatn vill nokkuð safnast fyrir í vætutíð. Þá hefur völlurinn oft komið illa undan vetri og verið lengi að ná sér. Mjög hefur verið unnið að því og sérstak- lega síðastliðið ár, að fegra umhverfi vall- arins enda er það hið snyrtilegasta, áhorf- endasvæði í grasi gróinni brekku norðan vallarins undir háu bergi. Þá eru bílastæði allgóð við völlinn. Völlurinn er ekki afgirt- ur, og væri enda erfitt um vik. Hefur þetta stundum skapað nokkur vandkvæði við innheimtu aðgangseyris, en sjaldnast komið að sök. Höfuðókosturinn við völlinn er, að íþróttamiðstöð Vestmannaeyinga. Eitt glæsilegasta íþróttahús á fslandi, og þar er hin ákjósanlegasta aðstaða til flestra íþróttaiðkana. Hefur tilkoma hússins aukið mjög íþróttaáhuga í Vestmannaeyjum og einnig aukið verulega á fjölbreytni íþrótta- starfsins. Myndin hér að neðan er af ungum badmintonmönnum í Eyjum, en mikill og vaxandi áhugi er á þeirri íþróttagrein þar. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.