Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 40
hafa verið með eyrnatappa þegar þetta var talað. Hann lét sér standa ná- kvæmlega á sama um þá leikaðferð sem fyrir hafði verið lögð, sótti eins og vit- laus maður og hafði skorað tvö mörk þegar 15 mínútur voru liðnar og lagt það þriðja upp. Hann var stórkostlegur í þessum leik. George Best var í senn hataður og elskaður þegar hann var upp á sitt bezta. Margir reyndu að líkjast honum til þess að ganga í augun á stúlkunum. í bók sinni „Best of Both Worlds“ segir Best að hann hafi fengið ótrúlega mörg bréf frá stúlkum, víðs vegar að í heim- inum. Eitt þessara bréfa var frá stúlku í London, sem skrifaði að þau hefðu bú- ið saman á Ítalíu, en þangað hafði Best þá aldrei komið. — Þú varst búinn að lofa að skrifa mér, það var dásamlegt að vera með Þannig muna margir Bretar eftir George Best. Á fullri ferð með knött- inn í leik með gamla liðinu sínu: Man- chester United. þér, skrifaði hún. Aðrar stúlkur notuðu önnur ráð til þess að tjá sig við Best. „Ég elska þig Best“ var t.d. einu sinni málað með rauðri málningu á þakið á Jaguar- bifreið Best sem stóð fyrir utan Old Trafford völlinn. Georg Best á nafna sínum Bishop sem þá var útsendari Manchester United í Norður-írlandi að þakka, að hann fékk samning við Manchester United. Bishop þessi sá Best leika með unglingaliði, og hringdi samstundis til Matt Busby. - Ég er búinn að finna „sení“, sagði hann. Og þar hafði hann rétt fyrir sér. Best átti sér ekki líka, og í skjóli þess komst hann upp með ýmislegt sem öðrum hefði ekki liðist. „Og Georg, - þú leikur eins og þér hentar“, sagði Matt Busby oft í lok funda sinna með Manchesterliðinu, þar sem leikkerfi fyrir ákveðna leiki voru skipulögð. Einu sinni spurðu Skotar Matt Busby að því hvað þeir ættu að gera til þess að stöðva George Best, í landsleik sem þeir áttu fyrir höndum við Norður-íra. — Passið þið að hann fái ekki knöttinn. Ef hann fær hann, þá er líklegt að staðan verði 1—0, áður en þið áttið ykkur, svaraði Busby. Sjálfur hefur Best sagt um leiki sína. — Ég hugsaði aldrei um það fyrir leiki að nú ætlaði ég að gera hitt eða þetta. Ég fór bara út á völlinn og lék, og mér fannst oft svo gaman að ég hefði treyst mér til þess að halda áfram allt kvöldið og alla nóttina. Georg Best hafði betri laun þegar hann var upp á sitt bezta en nokkur annar brezkur knattspyrnumaður. Samt var hann ekki hamingjusamur. Einn vina hans tók eitt sinn svo til orða: Best verður þá fyrst hamingjusamur þegar hann hefur fundið góða konu. Ég meina þar aðeins eina konu, en ekki eitt þúsund stelpur. Þegar tímarnir liðu varð það æ erfið- ara fyrir Best að sameina krafta sína í atvinnuknattspyrnunni og glaumgosa- lífinu. Oftar og oftar missti hann af æf- ingum, og jafnvel skaðabætur og skammir breyttu engu. Loks kom svo að því að forráðamenn Manchester United gáfust upp á honum, settu hann út úr liðinu og létu hann að lokum lausan frá því. í tvö ár lifði Best á eigum sínum, og naut þess lífs sem hann lysti. Þá sneri Hversu margar þannig myndir hafa ekki birst af George Best. hann aftur að knattspymunni, senni- lega mest af því að hann var orðinn peningalaus. Hann komst að hjá Stockport County sem var lið í 4. deild og fékk 250 þúsund krónur fyrir leik hjá því. Án þess að vera í nokkurri æfingu sýndi hann hæfni sína í fyrsta leik með þessu liði sem var gegn Swansea. Hann skoraði tvö mörk og lagði þriðja markið upp í leiknum, en hann vann Stockport 3-2. Bandaríkin eru hin nýja gullkista evrópskra knattspymumanna og í hana fór George Best. Hann gerði samning við Los Angeles Aztes, og fékk álitlega upphæð fyrir. Þar hefur hann síðan leikið meira og minna, að því undan- skildu að í fyrra lék hann með 2. deildar liðinu Fulham. Þá sýndi það sig hve vinsæll hann er, þar sem aðsókn að leikjum Fulham stórjókst er Best lék með liðinu. Meira að segja norður-írska lands- liðið var enn talið hafa not af kröftum George Best. Hann var t.d. með liðinu í leik þess gegn Hollandi í undankeppni HM og átti ekki sízt þátt í því að Norð- ur-íramir gerðu jafntefli við silfurliðið framhald á bls. 57 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.