Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 48
í minningu tveggja heiðursfélaga ÍSÍ
Ármann
Dalmannsson
Við fráfall Ármanns Dalmannssonar
er kvaddur einn þeirra mætu manna,
sem strax á æskuárum tileinkuðu sér
hugsjónir og framfarahug aldamótaár-
anna, þar sem félagshyggja ásamt and-
legu og líkamlegu atgervi skipuðu önd-
vegi. Þessum dyggðum var Ármann
Dalmannsson trúr til hinstu stundar.
Hann sýndi í verki inntak orðanna
„ræktun lands og lýðs“, því Ármann
vann alla tíð að skógræktar- og öðrum
ræktunarmálum ásamt því að stunda
íþróttakennslu og sinna margvíslegum
félagsmálum, sem horfðu til heilla fyrir
íþrótta- og ungmennastarfið.
Hér verður ekki rakið langt og
heilladrjúgt starf Ármanns Dalmanns-
sonar í þágu íþróttanna, enda hefur það
verið gert af öðrum kunnugri aðilum.
En árið 1964 veitti Í.S.Í. Ármanni
æðstu viðurkenningu sína með því að
velja hann heiðursfélaga sambandsins.
Um leið og Í.S.Í. kveður hinn látna
heiðursfélaga og þakkar mikið og gott
framlag til eflingar íþróttastarfinu í
landi okkar, sendum við eftirlifandi
eiginkonu hans og öðrum ástvinum
hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ármanns Dal-
mannssonar.
Jens
Guðbjörnsson
Með andláti Jens Guðbjörnssonar
bókbandsmeistara, fyrrv. formanns
Glímufélagsins Ármann, er horfinn af
sjónarsviðinu einn af dugmestu for-
ystumönnum íþróttahreyfingarinnar á
liðnum áratugum.
Fyrst og fremst haslaði Jens sér völl
hjá Glímufélaginu Ármanni, þar sem
hann af óvenjulegri röggsemi og
myndarskap gegndi formennsku sam-
fleytt í 40 ár. Þeir sem best þekkja til
framvindu íþróttamálanna hér á landi á
tímabilinu 1930 til 1960, munu naum-
ast geta hugsað til þeirra tíma án þess
að inn í myndina komi nafn Jens Guð-
björnssonar. Vegna starfa hans á þessu
tímabili og raunar miklu lengur, verður
nafn hans skráð varanlegu letri í sögu
íþróttanna í landi okkar.
Mörgum öðrum trúnaðarstörfum
gegndi Jens Guðbjörnsson sem ekki
verða tíunduð hér nema að litlu leyti.
En þess má geta, að hann var kosinn í
Olympíunefnd íslands 1945 og átti þar
sæti til loka ársins 1971, að hann varð
að hætta vegna veikinda. Hann var oft í
fararstjórn íþróttamanna á Olympíu-
leikunum og aðalfararstjóri á Olym-
píuleikunum í Helsingfors 1952. Einnig
gegndi hann fararstjórn i fjölda annarra
ferða íslenzkra íþróttamanna innan-
lands og utan. Þegar íslenskar getraunir
hófu starfsemi sína fyrst hér á landi, var
Jens framkvæmdastjóri þeirra
1951—1956.
í sérhverju starfi sem Jens Guð-
björnsson tók að sér, var hann jafnan í
fylkingarbrjósti. Harðfylgi hans, einurð
og reglusemi voru með þeim hætti, að
ekki fór framhjá neinum. Það er mikið
lán fyrir sérhvern félagsskap að fá slík-
an mann til forystustarfa.
íþróttasamband íslands veitti Jens
Guðbjörnssyni æðstu viðurkenningu
sem það hefur yfir að ráða með því að
kjósa hann heiðursfélaga sambandsins
árið 1953. Með virðingu og þökk
kveðjum við nú einn okkar ágætustu
félaga, sem ætíð var heill og óskiptur
þegar mest lá við.
Eftirlifandi eiginkonu hans, frú Þór-
veigu S. Axfjörð, sem af skörungsskap
stóð við hlið manns síns í umsvifamiklu
félagsmálastarfi, svo og öðrum að-
standendum, sendum við samúðar-
kveðju. Blessuð veri minning Jens
Guðbjörnssonar.
Blessuð veri minning Jens Guð-
björnssonar.
48