Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 32
Jón Sigurðsson, Keflvíkingur hvílir lúin
bein milli lota í borðtenniskeppninni, en
þar bar hann sigur úr býtum.
Ragnhildur Sigurðardóttir í borðtennis-
keppninni. í úrslitum tapaði hún fyrir
Guðrúnu Einarsdóttur úr Kópavogi.
með Í.B.Í. á móti Haukum í fótbolta nú
í eftirmiðdaginn. En ég kem aftur í
kvöld, því á morgun á ég að keppa í
þrístökki og boðhlaupi.“
Það má með sanni segja, að greinar
þær sem keppt er í á Landsmóti séu
bæði margar og fjölbreytilegar. Þar er
meðal annars keppt í starfsíþróttum,
svo sem dráttavélarakstri, línubeitingu,
jurtagreiningu og hestadómum.
Á svæði hestamanna austarlega í
bænum voru margir knapar í glæsileg-
um reiðfötum samankomnir með fag-
urbyggða gæðinga sína.
Steingrímur Viktorsson skýrði fyrir
okkur í hverju keppnin þar væri fólgin.
— Fyrst fer hér fram töltkeppni og
er keppt samkvæmt reglum Evrópu-
sambandsins. Þá eru líkamsbygging,
hreyfingar og skapferli hestsins dæmd.
Síðan er keppt í fjórgangi og að lokum
er keppt í fimmgangi. Það er í rauninni
annar liðurinn, limaburður, hreyfingar
og skapferli hestsins sem fellur undir
starfsíþróttir.
Dráttarvélaaksturskeppnin var í því
fólgin að aka dráttarvél með aftaní-
vagni ákveðna braut, í gegnum þröng
hlið og hindranir ýmsar. Það var virki-
lega skemmtilegt að fylgjast með því
hversu færir og öruggir ökumennirnir
voru.
í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi
þeirra Selfyssinga fóru meðal annars
fram keppnir í blaki og körfuknattleik.
í þann mund sem okkur bar að voru
U.M.S.K.-menn að taka U.Í.A.-menn í
karphúsið í blaki svo að um munaði.
Við spurðum formann U.Í.A., Her-
mann Nielsson, sem leikstýrði liði
U.Í.A., hverju sætti að svo illa gengi.
— Við teflum ekki fram því liði sem
upphaflega var ætlunin að tefla fram.
Það voru Seyðfirðingar sem ætluðu að
senda hingað blaklið sem átti að keppa
í nafni U.Í.A., en fyrir einni viku var
það ljóst, að þeir kæmust ekki af ýms-
um ástæðum. Því var gripið til þess ráðs
að safna saman í lið, víðs vegar að á
Austfjörðum. Fyrsta samæfing liðsins
var svo í gær, þannig að það væri í
rauninni ósanngjarnt að ætlast til mikils
árangurs af okkar mönnum í þessari
grein.
30 manna sýningarhópur frá Dan-
mörku sýnir á mótinu sem gestir. Þau
sýna fimleika og þjóðdansa og hafa þau
æft í 2 ár, beinlínis með það fyrir aug-
16.LANDSMÓT
UMFÍ
SELFOSSI
21-23. 3ÚLÍ 1978
um að heimsækja ísland. Félag þeirra,
sem er innan dönsku ungmennafélags-
hreyfingarinnar heitir O.A.G. eða
Odense Amts Gymnastikforening.
Danirnir kváðust mjög ánægðir með
veru sína hér og sögðust síst skilja hvað
íslendingar væru alltaf að kvarta undan
veðrinu. Þeir sögðust aðeins hafa eitt
kvörtunarefni, en það væri verðlagið.
Kváðu þau það enga hemju að þurfa að
borga 200 kr. fyrir eitt glas af kók.
Þau vildu ekki tefja lengur, því þau
höfðu fengið loforð fyrir því að fá að
skreppa á hestbak og voru þau full til-
hlökkunar þar sem þau skunduðu í átt
til svæðis hestamanna.
w; 1 numLmhcíhiH%
' j'
Knattspyrnukeppni landsmótsins bauð upp á skemmtileg tilþrif, en henni lauk með
sigri UMSK, en það lið varskipað leikmönnum 1. deildarliðs Breiðabliks úr Kópavogi.
32