Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 35
Jón Björgvin Stefánsson féiagsmáta- stjóri Selfoss. Framkvæmdastjóri Landsmótsins er Guðmundur Kr. Jónsson, H.S.K. Það eru víst engar ýkjur að segja að bæði margt og mikið hafi mætt á honum undanfarið. Við hittum Guðmund að máli í skála, þar sem mótsstjórnin hafði aðsetur sitt. Þar var mikil örtröð og allir önnum kafnir. Guðmundur gaf sér þó tíma til þess að ræða lítillega við okkur á milli þess sem hann svaraði í síma og greiddi úr alls kyns fyrirspurnum. Við ynntum hann eftir því hvernig undirbúningur og mótið sjálft hefði gengið. — Undirbúningur fyrir mótið gekk bara nokkuð vel og ég held að það hafi ekki verið margt sem ekki stóðst þegar litið er á undirbúninginn í heild. Áætl- un á mótinu sjálfu hefur svo gengið mjög vel; mér liggur við að segja ótrú- lega vel. Ég er nokkuð bjartsýnn á fjárhags- lega afkomu þessa móts, því að í sam- bandi við undirbúningsframkvæmdir hefur aldrei verið gert jafn mikið af hálfu bæjarfélagsins og einmitt nú. Við greiðum bænum sem slíkum engin að- stöðugjöld, heldur fær Ungmennafélag Selfoss hagnaðinn af allri veitingasölu á mótinu. Á fyrri Landsmótum hefur héraðssamband það sem að mótshald- inu hefur staðið fengið þennan hagnað og greitt síðan bæjarfélaginu ákveðna prósentutölu af heildarinnkomu. Það má því líta á þetta fyrirkomulag sem ákveðna styrkveitingu til Ungmenna- félagsins af hálfu Selfossbæjar. Ég hef engar tölur á hreinu enn um fjölda keppenda og mótsgesta. Kepp- endur hafa þó skilað sér nokkuð vel og ég gæti trúað að mótsgestir í heild, að keppendum meðtöldum, hafi nú í morgun (laugardagsmorgun) verið hátt á fjórða þúsund. Ef veðrið heldur áfram að leika við okkur, þá hef ég góða trú á að mótsgestir geti orðið 15-20 þúsund manns. Jóhannes Sigmundsson er formaður Landsmótsnefndar. Við spurðum hann hvort allt léki ekki í lyndi. — Jú, það má eiginlega segja að þetta hafi allt gengið vonum framar. Það hefur að vísu lítið verið um svefn hjá okkur Landsmótsnefndarmönnum upp á síðkastið, en það er vel þess virði að leggja slíkt á sig þegar útkoman er svona góð. Mest held ég þó að hafi mætt á Guðmundi, framkvæmdastjór- Skák er meðal keppnisgreina á lands- móti og var þessi mynd tekin er skák- kapparrnir sátu þungt hugsi yfir skákum sínum. Forráðamenn landsmótsins höfðu í mörg horn að líta meðan á mótinu stóð. Jóhannes Sigmundsson, formaður landsmótsnefndar hefur þó gefið sér- tíma til að setjastniðurog fá sérað þorða í mötuneytinu. anum okkar, sem hefur unnið hér mjög gott starf og ekki unnt sér hvíldar. Selfoss er bær sem er sérlega hent- ugur fyrir mótshald sem þetta með öll- framhald á bls. 57 Sumar, sumar, sumar og sól GRASTEPPI Jafnt utan dyra sem innan Þú leggur þau beint á steininn. Tilvaliö á svalagólfið, gufubaðið, tómstundaherbergið, leikvöllinn, veröndina, baðherbergið og á sundlaugarbakkann. Hefur þú fleiri tillögur? Grensásvegi 13. Símar 83577 og 83430. Auðvelt að þrífa Litur dofnar ekki Rennur ekki til. Tepphlhnd 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.