Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 21

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 21
þar er engin innanhúsaðstaða. Hús það, er var við völlinn og þjónaði sem búningsað- staða og salerni eyðilagðist í gosinu og annað hefur ekki verið reist í staðinn. Not- ast hefur verið við aðstöðuna í íþróttamið- stöðinni, en þangað er um 400 metra vega- lengd og því skiljanlega nokkur óþægindi af því. Þá þurfa áhorfendur að létta vel á sér heima, áður en þeir koma á völlinn, þar sem salernis- og hreinlætisaðstaða er engin. Svo sem gefur að skilja í jafn fjölmennu bæjarfélagi og hér, eru æði mörg íþrótta- svæði önnur dreifð um bæinn, — önnur en þau sem hér eru talin, án þess að þau verði talin til íþróttamannvirkja. íþróttaáhugi er hér geysimikill og því margur grasblettur- inn tekinn undir æfingar af áhugasömu ungu fólki. Þá er rétt að minnast á þann stað, sem sennilega er hvað elstur af íþróttamannvirkjum hér og á sér vart hlið- stæðu í öðrum byggðarlögum. Það er „sprangan'* fræga undir Skipahellum, þar sem Eyjamenn hafa áratugum saman æft sína elstu íþrótt, bjargsig. Ekki er þar um skipulagða kennslu eða æfingar að ræða, heldur nema nýliðar þar af öðrum reyndari. Sprang er holl og góð íþrótt og hættulaus, ef rétt er að farið. Æskulýðsfulltrúi bæjarins hefur eftirlit með að kaðlar séu traustir og því ekki slysahætta vegna þess. 2. spurning: Svo sem greina má af fram- ansögðu er öll aðstaða fyrir hendi til lög- boðinnar íþróttakennslu á grunnskólastig- inu og hefur svo verið frá því að íþrótta- miðstöðin tók til starfa. 3. spuming: Sem svar við þessari spurn- ingu er einnig vísað til svars við fyrstu spurningu, þar sem framkvæmdir við íþróttamiðstöðina hafa haft algeran for- gang, ásamt þó með nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum á öðru, svo sem grasvellin- um við Hástein. 4. spurning: Sem fyrr segir er bæjarfélag- ið vel á vegi statt með íþróttamannvirki. Það sem hæst ber, í framtíðinni er nýr grasvöllur í dalverpi vestan Helgafells. Eru fram- kvæmdir þegar hafnar við hann og áætlað að halda þeim áfram í sumar, eftir því sem fjárhagur leyfir. Mun hann einkum eiga að þjóna sem æfingavöllur en-sömuleiðis sem keppnisvöllur, þegar í þá framkvæmd verður ráðist að hækka upp grasvöllinn við Hástein, eins og til stendur í framtíðinni. Mun búningsaðstaða verða við þann völl, en væntanlega smá í sniðum, þar sem hér er verið með æfingavöll í huga. Þá er ógetið golfvallarins í Herjólfsdal, sem er níu holu völlur. Völlurinn fór mjög illa í gosinu en hefur nú verið aukinn og endurbættur. Var lagt fram fé frá bæjarsjóði til þeirra framkvæmda en félagar í Golf- klúbbnum hafa unnið af mikilli eljusemi að uppbyggingunni. Þeir hafa einnig komið sér upp golfskála við völlinn, nýju og vönduðu húsi, þannig að aðstaða til golfiðkana hefur aldrei verið betri í Eyjum en nú. 21

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.