Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 53

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 53
ari, lék á 303 höggum, en Magnús lék á 304 höggum. Þetta er mjög góður ár- angur, þar sem „röffin“ voru mjög erfið á vellinum, — ef menn fóru út af brautum voru þeir komnir í mikla erf- iðleika. Hjá Golfklúbbi Akureyrar varð Björgvin Þorsteinsson meistari. Hann lék á 313 höggum. Ég hef ekki séð Jað- arsvöllinn í sumar, þannig að ég veit ekki í hvernig ásigkomulagi hann var, en telja má þetta ágætan árangur. Bróðir Björgvins, Viðar Þorsteinsson, varð í öðru sæti með 321 högg, þannig að hann virðist vera að draga nokkuð á bróður sinn. Meistari Golfklúbbs Vestmannaeyja varð Haraldur Júlíusson, sem kallaður var gullskalli, meðan hann var í knatt- spyrnunni. Hann lék á 307 höggum. f öðru sæti varð Gylfi Garðarsson, ungur og efnilegur strákur, lék á 310 höggum, þannig að keppnin varð mjög hörð. Völlurinn í Vestmannaeyjum er nú orðinn mjög skemmtilegur, einn skemmtilegasti völlur sem ég hef spilað á. Hann er að jafna sig eftir gosið, svo- lítið vikur á brautunum ennþá, en flat- irnar að verða góðar. Vestmannaeying- ar hafa sýnt mikinn dugnað við lagfær- ingar á vellinum og þeir hafa einnig byggt myndarlegan skála við hann, þannig að aðstaðan þarna er orðin bæði góð og skemmtileg. Hjá Nesklúbbnum var einnig hörku- keppni milli Tómasar Holtons og klúbbmeistarans frá í fyrra, Jóns Hauks Guðlaugssonar og voru þeir jafnir eftir 72 holur á 308 högg og þurfti að leika bráðabana um titilinn. Sigraði þá Tómas á annarri braut. Þetta er frábær árangur hjá Tómasi, sem ekki hefur leikið mikið síðustu ár. Er Tómas einn í hópi þeirra sem ég kalla gömlu ljónin — golfmenn sem geta komið hvenær sem er og bitið rækilega frá sér. Eins og ég hef sagt verður árangur í þessum mótum að teljast góður, en auðvitað gekk á ýmsu hjá keppendum, jafnvel þeim sem beztum árangri náðu og sigruðu í mótunum. í S.R.-mótinu lék t.d. Björgvin Þorsteinsson níundu holu sem er par 5 á 10 höggum, í fs- landsmóti unglinga lék Geir Svansson fyrstu holu sem er par 5 á 11 höggum og sjálfur fór ég þriðju holuna á Leynis- vellinum á níu höggum. Þetta sýnir að þótt við fáum góð skor þá verðum við oft fyrir skellum, og því er ekki ástæða fyrir þá sem eru að byrja að leika golf að örvænta þótt þeir leiki holur á 9-10 höggum. Verðlaun í golfmótum. Ég hef orðið var við það að mönnum hefur orðið nokkuð tíðrætt um verðlaun í golfmót- um og þá sérstaklega vegna þess að í móti um daginn var boðið upp á bíl í verðlaun ef einhverjum heppnaðist að fara ákveðna holu í höggi. Þetta var fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að vekja athygli á golfiþróttinni og var meira tryggingarspursmál í sambandi við bílinn, en bein útgjöld í peningum. Þarna voru líka sólarlandaferðir og heimilistæki í verðlaun, en þar var fyrst og fremst um framlög frá ýmsum fyrir- tækjum sem velviljuð eru golfíþróttinni að ræða. Ég held að þessi keppni hafi verið góð auglýsing fyrir golfíþróttina og vakið gífurlega athygli. Þarna áttu nær allir keppendur jafna möguleika vegna forgjafarfyrirkomulags. T.d. léku þarna saman Björgvin Þorsteinsson og Geir Svansson og léku þeir eins vel og unnt var, en enduðu eigi að síður í fimmta sæti. Það var mikil spenna þeg- ar leikið var á 17. braut í þessu móti og greinilegt að menn vönduðu sig sem bezt þeir máttu. Sá sem var næstur því að slá holu í höggi var Kristinn Berg- þórsson sem var 27 sentimetra frá. Annars er það algjör tilviljun ef menn slá holu í höggi, og Kristinn hefði getað slegið þúsund högg í viðbót án þess að komast nær. Hola í höggi. Flesta golfmenn dreymir um það að slá holu í höggi, en margir eru þeir sem ljúka jafnvel löng- um keppnis- og æfingaferli án þess að sá draumur rætist. Einhvers staðar hef ég lesið að möguleikarnir á holu í höggi séu 1 á móti 37 eða 38 þúsund, hjá góðum golfleikara. Eins og ég sagði þá geta menn verið í golfi áratugum saman án þess að verða fyrir því happi að ná holu í höggi, en svo getur einhver sem er nýbyrjaður komið og fengið slíkt happahögg. Ég vona að karl faðir minn, Ólafur Bjarki, fyrirgefi mér það þótt ég segi hér frá því að eitt sinn ákvað hann að nú væri tími til kominn að hann næði holu í höggi. Hann tók sig því til og fór upp á golfvöll snemma morguns og stóð þar síðan lengi dags og sló og sló, sennilega þús- und bolta eða meira á sömu holuna. Margir fóru nálægt, í bakkann, eða á holubrúnina, en enginn rataði rétta leið. Þá var hann búinn að leika golf í 10 ár og síðan munu liðin 26 ár og enn hefur hann ekki náð því að leika holu í höggi! Svo eru aðrir sem hafa farið þrisvar holu í höggi og man ég þar t.d. eftir þeim Kjartani L. Pálssyni og Gunn- laugi Ragnarssyni og einn kylfingur Ólafur Skúlason, fór einu sinni tvisvar holu í höggi í sama hring. Það var á sjöttu holu á velli GR sem er par þrjú hola og á tíundu holu, sem er par 4. sjávar- fréttir Fjórum sinnum útbreiddara en nokkuS annaS blaS á sviSi sjávarútvegs. fónaöarblatóö kemur út annan hvern mánuð Eignist blaðið frá byrjun Áskrifarsími 82300 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.