Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 45

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 45
Ingvi Hrafn skrifar um veiðitúr í Sogið Útiiíf „Við þurfum að huga meira að útilífinu og nú kemur þú með mér í lax í Sogið“, sagði Steinar J. Lúðvíksson ritstjóri íþbl. við undirritaðan er ég leit inn hjá honum einn daginn í verkefnaleit og ég hugsaði með mér, það væri eitthvað vit í þessu lífi ef maður gæti unnið fyrir saltinu í grautinn með því að lifa í praktugleikum í laxveiðum. Ég sagði þó jáið ekki nema með semingi, því að í fyrra fór ég 5 ferðir í Sogið án þess að verða var og var eiginlega búinn að heita því að fara ekki í það fljótt aftur. En þegar ár er liðið og veiðibakterían er komin úr vetrarhíðinu gleymast allar slík- ar heitstrengingar og kannski ganga þeir í ár, sem maður veiddi ekki í fyrra. „Ég ræsi þig kl. hálf sex í fyrramálið og við keyrum austur, megum byrja að veiða klukkan 7.“ Var maðurinn snar- vitlaus, ég mundi allt í einu eftir ótal hlutum, sem ég þurfti að gera morgun- inn eftir og það ekki fyrr en svona undir Breiðan í Soginu. Fallegur og fengsæll veiðistaður. hádegið. En það var sama hvað ég sagði, Steinar stóð fastur á því að ég hefði gott af því að vakna snemma einu sinni á ævinni, og ég ætti að skrifa um útilíf. Það vildi svo til að ég hafði vaknað til að pissa rétt áður en hann hringdi og ég greip símann og hrópaði glaður í bragði „ertu ekki að koma mannandskoti“. Það varð þögn hinummegin og síðan „Hvar er þetta með leyfi?“ Ég sagði honum að ég stæði í veiðigallanum úti á tröppum og væri búin að bíða alllengi, skellti símanum á og skreið upp í hjá konu minni aftur. Ég vaknaði ekki al- mennilega fyrr en við vorum komnir austur og er ég leit á klukkuna sá ég að Steinar hafði greinilega stytt sér leið og farið beint yfir Ingólfsfjall, en ekki fyrir það, eins og allir aðrir dauðlegir menn. Þetta var eins veiðilegur morgunn og þeir gerast, logn, dumbungur og hlýtt. Við áttum að veiði í landi, sem kennt er við Silla og Valda, fyrir ofan Álftavatn, en þar heita aðalveiðistaðirnir Gíbralt- ar og Breiðan, hvorutveggja afar fall- egir staðir. Við höfum tvær stengur, en veiðifélagar okkar, Axel Sigurgeirsson kaupmaður og Sigurður Sigurgeirsson bankamaður deildu einni. Þeir voru ó- komnir, enda greinilega skynsamir menn, sem ekki voru að rífa sig upp fyrir allar aldir til að flýta sér í tregveiði. Frá bílastæðinu er rúmlega 20 mínútna gangur upp á Breiðu, þar sem við töld- um mesta veiðivon og eftir að hafa klöngrast yfir holt og hæðir gegnum runna og rjóður var ég glaðvaknaður er „ Þér var þá skollans nær“ 45

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.