Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 28
standa og við það jókst áhuginn að sjálfsögðu.“ Sigrún: „Ég byrjaði svolítið á eftir Láru, en eftir að ég byrjaði var áhuginn alltaf mikill. Nú, það verkaði auðvitað hvetjandi á okkur systurnar að oft var um innbyrðis keppni hjá okkur að ræða. Baráttan var oft hörð og það varð til þess að við gerðum okkar ýtrasta til þess að bæta árangurinn, hvað stund- um tókst.“ — Hverjar hafa verið alaðkeppnis- greinar ykkar? Sigrún: „Núna keppi ég aðallega í 200 metra og 400 metra hlaupi. En hérna áður fyrr, þá var maður með í svo til öllum greinum, svo sem langstökki, hástökki og ýmsum vegalengdum í hlaupum.“ Lára: „Það var sama sagan með mig. Ég var með og keppti í flestum grein- um. En nú einbeiti ég mér að grinda- hlaupi og langstökki.“ — Hvaða met hafið þið sett og standa einhver þeirra enn? Báðar: „Við vorum á toppnum á ár- unum 1971—1974 og vorum þá alltaf öðru hvoru að setja met, sem nú hafa öll utan eitt verið slegin. Þegar við vorum hvað beztar, þá áttum við metin í 100 metra hlaupi, 100 metra grindahlaupi, 200 metra hlaupi, langstökki, hástökki og boðhlaupum. En eftir þetta góða Sigrún kemur fyrst nýi völlurinn með gerfiefninu í Laug- ardal verður tekinn í notkun þá gjör- breytist náttúrlega æfinga- og keppnis- aðstaða okkar frjálsíþróttamanna. Til- koma þessa vallar verður meðal annars til þess að við íslendingar fáum að halda alþjóðlegt mót, sem er nokkuð sem við hingað til höfum ekki mátt vegna þess að völlur með gerfiefni er skilyrði til þess að leyfi fyrir alþjóðlegu móti sé veitt. — Þar sem að þið teljið íslenzkar aðstæður ófullnægjandi, hafið þið þá æft eitthvað erlendis? Báðar: „Já, 1974 vorum við við æf- ingar í Noregi um mánaðartíma og það gerði okkur báðum mikið gott. I raun- inni þyrftum við að fara oftar utan til æfinga, en fjárhagurinn leyfir ekki margar slíkar æfingaferðir.“ Lára: „Ég er á förum til Þýzkalands og mun verða við æfingar í íþróttahá- skólanum í Köln um þriggja vikna skeið. Við verðum sennilega um 10 ís- lendingar þar á sama tíma við æfingar.“ — Er nógu mikið gert fyrir frjálsar íþróttir hér á landi? Báðar: „Nei, þar vantar mikið á. Það sem helzt vantar, eins og auðvitað í öðrum íþróttagreinum hérlendis, er fjármagn. En það er fleira sem á vantar. Ekki er nógu mikið gert til þess að við frjálsíþróttamenn getum nýtt þá að- stöðu sem er fyrir hendi á sem beztan hátt. Þar vantar að ráðamenn komi til móts við okkur með hentugan æfinga- tíma, en lítið hefur borið á slíkum sam- starfsvilja nema rétt fyrir kosningar. Eins finnst okkur ekki rétt hvernig kynjum er mismunað af ráðamönnum frjálsra íþrótta og miklu meira fjár- magni eytt í karlagreinarnar. Að vísu erum við kvenmennirnir ekki á heims- mælikvarða, en það segir ekki alla sög- una. Það er alveg öruggt mál að ef meira væri gert fyrir okkur en gert er, þá næðist betri árangur. Við vildum gjarnan að komið yrði á meiri sam- vinnu við aðrar þjóðir og að skipzt yrði á keppnisheimsóknum við þær. Það yrðu þá helzt að vera þjóðir sem væru heldur betri en við, því þegar að keppt er við einhvern sem er heldur betri en maður sjálfur, þá er maður líklegastur til þess að bæta árangur sinn. Þær þjóðir sem að helzt kæmu til greina fyrir okkur að keppa við eru Norður- landaþjóðirnar og Luxemburg. Við frjálsíþróttamenn skipum líka mjög lágan sess hjá íþróttafréttariturum Lára í grindarhlaupi í hinni svonefndu Kalott-keppni. Myndin var tekin í Tromsö í Noregi 1975. tímabil okkar þá tók Ingunn Einars- dóttir við og á hún nú flest þessara meta.“ — Hvernig finnst ykkur að æfa og keppa við íslenzkar aðstæður? Báðar: „Það er alls ekki hægt að segja að völlurinn (Laugardalsvöllur) sé slæmur. En tíminn sem okkur er út- hlutaður til æfinga er ómögulegur og því fáum við ekki breytt. Annað sem dregur úr manni hér á landi er veðrið, sem yfirleitt er hundleiðinlegt. Þegar í mark i boðhlaupi. Bak við hana er Lilja Guðmundsdóttir. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.