Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 35
Jón Björgvin Stefánsson féiagsmáta-
stjóri Selfoss.
Framkvæmdastjóri Landsmótsins er
Guðmundur Kr. Jónsson, H.S.K. Það
eru víst engar ýkjur að segja að bæði
margt og mikið hafi mætt á honum
undanfarið. Við hittum Guðmund að
máli í skála, þar sem mótsstjórnin hafði
aðsetur sitt. Þar var mikil örtröð og allir
önnum kafnir. Guðmundur gaf sér þó
tíma til þess að ræða lítillega við okkur
á milli þess sem hann svaraði í síma og
greiddi úr alls kyns fyrirspurnum.
Við ynntum hann eftir því hvernig
undirbúningur og mótið sjálft hefði
gengið.
— Undirbúningur fyrir mótið gekk
bara nokkuð vel og ég held að það hafi
ekki verið margt sem ekki stóðst þegar
litið er á undirbúninginn í heild. Áætl-
un á mótinu sjálfu hefur svo gengið
mjög vel; mér liggur við að segja ótrú-
lega vel.
Ég er nokkuð bjartsýnn á fjárhags-
lega afkomu þessa móts, því að í sam-
bandi við undirbúningsframkvæmdir
hefur aldrei verið gert jafn mikið af
hálfu bæjarfélagsins og einmitt nú. Við
greiðum bænum sem slíkum engin að-
stöðugjöld, heldur fær Ungmennafélag
Selfoss hagnaðinn af allri veitingasölu á
mótinu. Á fyrri Landsmótum hefur
héraðssamband það sem að mótshald-
inu hefur staðið fengið þennan hagnað
og greitt síðan bæjarfélaginu ákveðna
prósentutölu af heildarinnkomu. Það
má því líta á þetta fyrirkomulag sem
ákveðna styrkveitingu til Ungmenna-
félagsins af hálfu Selfossbæjar.
Ég hef engar tölur á hreinu enn um
fjölda keppenda og mótsgesta. Kepp-
endur hafa þó skilað sér nokkuð vel og
ég gæti trúað að mótsgestir í heild, að
keppendum meðtöldum, hafi nú í
morgun (laugardagsmorgun) verið hátt
á fjórða þúsund. Ef veðrið heldur áfram
að leika við okkur, þá hef ég góða trú á
að mótsgestir geti orðið 15-20 þúsund
manns.
Jóhannes Sigmundsson er formaður
Landsmótsnefndar. Við spurðum hann
hvort allt léki ekki í lyndi.
— Jú, það má eiginlega segja að
þetta hafi allt gengið vonum framar.
Það hefur að vísu lítið verið um svefn
hjá okkur Landsmótsnefndarmönnum
upp á síðkastið, en það er vel þess virði
að leggja slíkt á sig þegar útkoman er
svona góð. Mest held ég þó að hafi
mætt á Guðmundi, framkvæmdastjór-
Skák er meðal keppnisgreina á lands-
móti og var þessi mynd tekin er skák-
kapparrnir sátu þungt hugsi yfir skákum
sínum.
Forráðamenn landsmótsins höfðu í
mörg horn að líta meðan á mótinu stóð.
Jóhannes Sigmundsson, formaður
landsmótsnefndar hefur þó gefið sér-
tíma til að setjastniðurog fá sérað þorða
í mötuneytinu.
anum okkar, sem hefur unnið hér mjög
gott starf og ekki unnt sér hvíldar.
Selfoss er bær sem er sérlega hent-
ugur fyrir mótshald sem þetta með öll-
framhald á bls. 57
Sumar, sumar, sumar og sól
GRASTEPPI
Jafnt utan dyra sem innan
Þú leggur þau beint á steininn.
Tilvaliö á svalagólfið, gufubaðið, tómstundaherbergið,
leikvöllinn, veröndina, baðherbergið og á sundlaugarbakkann.
Hefur þú fleiri tillögur?
Grensásvegi 13. Símar 83577 og 83430.
Auðvelt að þrífa
Litur dofnar ekki
Rennur ekki til.
Tepphlhnd
35