Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 37
samur leikmaður og öruggur, og þótt
hann væri ekki hávaxinn vann hann
flest skallaeinvígi sem hann lenti í. Fé-
lagar hans í Manchester United voru
ekki alltaf sammála sérfræðingunum,
og þannig sagði t.d. Dennis Law eitt
sinn — Best skorar mörg mörk með því
að einleika í gegnum vöm andstæðing-
anna, en það væri hægt að skora helm-
ingi fleiri, ef hann myndi eftir því að
hann hefur 10 samherja með sér. Jafn-
vel hann sjálfur gæti skorað enn fleiri
mörk, ef hann notaði okkur hina sem
„batta“ öðru hverju.
Keppnistímabilið 1968 var mjög ör-
lagaríkt fyrir George Best, jafnvel þótt
hann hlyti þá heiður sem flesta knatt-
spyrnumenn dreymir um að hlotnast.
Hann var þá á hátindi ferils síns, og
margir mótherjar hans sáu að einasta
ráðið til að stöðva hann var að brjóta
gróflega á honum, og það var sem
dómaramir horfðu oft á þau brot með
blinda auganu. Að minnsta kosti fékk
Best oft fyrir ferðina, án þess að þeir
sem á honum nýddust fengju refsingu.
George Best lét það fara óendanlega
í taugamar á sér að þeir sem brutu á
honum sluppu við refsingu, og stund-
um missti hann algjörlega stjóm á sér,
þannig að það var hann sem hlaut
hegninguna.
í landsleik fyrir Norður-írland sem
fram fór í Belfast tók hann t.d. eitt sinn
handfylli af leir og kastaði honum í
andlitið á dómaranum. Þegar dómar-
inn ætlaði að veita honum tiltal hrækti
Best á hann, og fékk þar með auðvitað
reisupassann. I öðrum leik, 1. deildar
leik Manchester United gegn Man-
chester City sló Best knöttinn úr hönd-
um dómarans, og kallaði ókvæðisorð-
um að honum. Refsing fyrir þetta til-
tæki var tveggja mánaða keppnisbann.
George Best iðraðist jafnan þegar
hann hafði látið skapið hlaupa með sig í
gönur og einu sinni þegar verið var að
ræða þessi mál við hann í sjónvarps-
þætti beygði hann af og sagði: — Trúir
einhver því að maður vilji í raun og
veru haga sér svona. Ég heiti sjálfum
mér því í hvert skipti sem ég fer inn á
völlinn, að hafa stjóm á mér, sama hvað
fyrir kemur og mér tekst það í 28 skipti
af hverjum 29.
George Best fæddist 22. maí árið
1946 í fátækrahverfi í Belfast í Norð-
ur-írlandi. Hann var mikið uppáhalds-
bam móður sinnar, en hann þakkar
föður sínum hve langt hann náði sem