Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Side 17

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Side 17
„Erum tilbúnir að leggja hart að okkur fyrir HM 83 — segir Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði liðsins Þorgils Óttar horfir spenntur á eftir boltanum eftir markskot samherja síns. Óttar Mathiesen er án nokkurs vafa besti línumaðurinn í ís- lenskum handknattleik í dag. En hann fær líka að finna fyrir því að það er ekkert sældarlíf að vera toppmaður í íþóttum á íslandi. í vetur leikur Óttar lykilhlutverk í þremur liðum, FH, landsliðinu og unglingalandsliðinu, og væri gaman að telja saman þær stundir sem hann eyðir í áhuga- mál sitt á þessum vetri. Ætli hann leiki ekki 60-80 leiki á þessu keppnistímabili og æfingarnar skipta hundruðum. Þeir eru því ekki margir frídagarnir hjá þess- um skemmtilega leikmanni, en hann hefur ekki áhyggjur af því, og kveðst reiðubúinn til að æfa af krafti næsta sumar með UL-lið- inu til að ná megi sem bestum árangri á HM í Finnlandi í des- ember 1983. „Fyrir NM settum við stefnuna á þriðja sætið, okkur fannst það raunhæft markmið. Þegar út í mótið var komið sáum við að möguleikarnir voru meiri, en við náðum ekki að nýta þá. Það var sorglegt að tapa fyrir Dönum, þegar allir lögðu sig virkilega vel fram og við náðum mjög góðum leik, okkar besta á mótinu. Skyttuleysi háði okkur töluvert, og var áberandi þegar við fengum 6-0 vörn á móti okk- ur, eins og t.d. í leiknum við Svía. Nú svo hafði vítaskyttuleysið af- gerandi áhrif í tveimur leikjum. — Það væri ekki amalegt að hafa Kristján Arason, félaga minn í FH, með í liðinu til að taka vítin, stjóma spilinu og skora fyrir ut- an. Ég er þrátt fyrir misgóða leiki á NM bjartsýnn á að þetta lið geti staðið sig vel í heimsmeistara- keppninni í Finnlandi næsta ár. Liðið er mjög jafnt og vel spil- andi, en þarf mikinn og mark- vissan undirbúning, sem þarf að hefjast næsta sumar, t.d. í júní. Síðan er víst stefnt að því að taka þátt í móti í Frakklandi næsta haust og svo hefst HM í desem- ber. Þetta er lokakeppni 16 liða og tel ég okkur eiga þó nokkra möguleika á að komast í 8 liða úrslit. Ætli 5.-8. sætið sé ekki það sem stefna ber að? Eitt atriði er nauðsynlegt að lagfæra fyrir HM og það snertir varnarleik okkar, og tengist einnig liðsuppstilling- unni. Við þurftum á NM að skipta um leikmenn í vörn og sókn, eins og algengt er hjá ís- lenskum liðurn því bestu sóknar- leikmennirnir eru oft slakir varn- armenn. Þetta er ill nauðsyn sem er þó fyrst verulega slæm þegar verið er að skipta tveimur mönn- um útaf/inná í vörn-sókn. Það eyðileggur alveg möguleika okk- ar á hraðaupphlaupum, sem er sterkt vopn í öllum leikjum, og svo verður það til þess að við fá- um á okkur mörg mörk úr hraðaupphlaupum andstæðing- anna, meðan tveir af okkur eru að skipta.“ 17

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.