Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 23

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 23
Barátta leikmanna, áhugi stjórnenda og stuðningur áhorf- enda segir Axel Nikulásson að séu helstu ástæður fyrir velgengni ÍBK í vetur Axel Nikulásson er einhver mesti baráttu- maðurinn í íslenskum körfuknattleik, grimmur í fráköstum og með mikið keppnisskap. Hann er stigahæstur leikmanna Í.B.K. og kjölfestan í lið- inu ásamt Jóni Kr. Gísla- syni, Birni V. Skúlasyni og Þorsteini Bjarnasyni landsliðsmarkverði í knattspyrnu (og Kanan- um að sjálfsögðu). Axel hefur leikið 13 U-leiki og 18 A-landsleiki, og stefnir að því að bæta mjög við þá tölu. Gefum honum orðið: „í haust settum við okkur það markmið að vinna Í.R. og K.R. og halda sætinu í deild- inni. Nú um mitt mót erum við i 2. sæti og satt best að segja hefur það komið okkur mjög á óvart. Ég tel að í vetur sé íslandsmeistaratitillinn fjarlægur draunrur, en um bikarkeppnina gegnir allt öðru máli. Við erum með gott bikarlið og eigum góða möguleika á að ná langt í slíkri keppni, jafnvel alla leið. Og svo ætlunr við að berjast í efri helmingi úrva!sdeildarinnar.“ Einkenni liðsins: „Styrkur liðsins felst fyrst og fremst í mikilli baráttu og samheldni innan hópsins. Hraðaupphlaup hafa verið Axel Nikulásson á fullri ferð — skotfærið nálgast. kominn framhjá andstæðingunum og 23

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.