Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 27

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 27
heldur ekki gleyma Pétri Péturs- syni sem er að ná sér á strik með hinu nýja félagi sínu, FC Ant- werpen. Síðasta keppnistímabil 1980-1981 var sannkallað sigurár hjá Standard Liege, og þótti vel- unnurum félagsins tírni til kom- inn að félagið næði alla leið á toppinn. Segja má að fyrsta skrefið hafi verið stigið er félagið varð bikarmeistari 1980, en það fylgdi þeim sigri glæsilega eftir og hreppti meistaratitilinn í Belgíu í ár. En það voru fleiri lið frá Liege sem spjöruðu sig en Standard. FC Seranin sigraði í 2. deildar keppninni og FC Liege stóð sig betur en í mörg undan- farin ár, en það félag hefur verið að berjast á botninum í 1. deild- inni í hartnær áratug. Þar með voru hvorki fleiri né færri en þrjú lið frá sömu borginni í 1. deild- inni, og í hópi þeirra var meira að segja meistarliðið. Vafalaust hafa það verið von- brigði fyrir Ásgeir Sigurvinsson að vinna aldrei til nreistaratitils- ins í þau sjö ár sem hann var hjá Standard Liege. Segja má þó að Ásgeir eigi óbeint þátt í sigri Standard Liege í keppninni í fyrra. Hann var seldur til Bayern Múnchen fyrir hærri upphæð en gengur og gerist í knattspyrnunni í Belgíu, og það varð til þess að forráðamenn Standard voru allt í einu með fulla vasa af peningum og gátu farið að höndla leikmenn eins og þeim sýndist. Meðal þeirra sem félagið keypti var hinn frægi leikmaður Arie Haan sem kom til félagsins frá erkióvinin- um Anderlecht. Þá keypti félagið einnig Willy Geurts sem skorað hafði öll þrjú mörkin í 3-1 sigri Anderlecht yfir Juventus í Evrópubikarkeppninni og Heinz Grundel, sem áður hafði leikið með Waterschei og átti stórleik með liðinu er það varð bikar- meistari 1981. Grundel telst raunar vera Belgíumaður þegar höndlað er með hann, þar sem Pétur Pétursscm — fór fyrst til Anderlecht en síðan til Andwerp- en. hann hefur leikið í Belgíu í fimm ár. Harður slagur Eins og oft áður er búist við því að aðalslagurinn í belgísku knattspyrnunni í ár standi milli Anderlecht og Standard Liege, en mikill félagarígur er á milli þessara tveggja félaga — meiri en gengur og gerist. Sagt er að þeir Anderlecht — menn séu ekkert ósáttir við það þótt félagið þeirra sé ekki á toppnum á hverju ári, svo fremi sem það sé ofar á blaði en Standard Liege. Ástæðurnar fyrir togsreitunni milli Anderlecht og Standard Liege eru margar, en fyrst og fremst eru þær þó af þjóðernis og tungumálalegum toga spunnar. Hjá Anderlecht eru fleiri leik- menn, allir stjórnendur og þorri áhangenda frönskumælandi og slnna. en þeir leikmenn sem hann heldurekki uppá eiga erfitt uppdráttar hjá félaginu. 27

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.