Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 37
Bjarni kominn ígegn og skorar.
fékk i staðinn vinnu við tölvu-
deild fyrirtækis, sem er það þriðja
stærsta í fataiðnaðinum í V,-
Þýskalandi. Það er ég að vinna við
að læra „system-programmer-
ingu,“ sameina sem sagt nám og
vinnu og er það mjög hagstætt
fyrirkomulag. Nú, hvað hand-
boltann snertir, þá var ég búinn
að fá það út úr honum sem hægt
er heima, þ.e. leika með lands-
liðinu í nokkur ár og vinna það
sem hægt var að vinna með félagi
mínu, Val. Mig langaði til að
reyna mig annars staðar og fékk
tækifærið í landi þar sem hand-
boltaleikurinn rís hátt, og mögu-
leikarnir til að verða betri hand-
boltamaður eru miklir.
Mikið álag — fáir
hvíldartímar
Gagnstætt við flesta þá ís-
lendinga, sem fara utan til að
iðka íþrótt sína vinn ég álíka
mikið og ég gerði áður. Það er
kannski aðeins minna um yfir-
•vinnu, en vinnutími minn 07-16,
er sambærilegur við það sem al-
gengt er heima. Æfingar eru flest
37