Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 51
hreyfiþroska mannsins frá barn-
æsku til fullorðinsára. Börn eru
látin ganga og hlaupa á færi-
bandi og tölva skráir taugaboð og
hreyfimynstur. Ætlunin er að
fylgjast með sömu einstaklingum
og breytingum sem eiga sér stað á
þroskaferli þeirra.
Þriðja deildin rannsakar
vöðvakerfið, uppbyggingu og
innri gerð vöðvatrefja. Til eru
tvær gerðir vöðvafrumna, hæg-
gerðar og þolnar með þéttu hár-
æðaneti og hins vegar hraðar sem
aftur skiptast í hægar hraðar og
hraðar hraðar vöðvafrumur sem
geta dregist saman mjög hratt og
myndað hámarkskraft í stuttan
tíma. Hlutfall þessara vöðva-
fruma er misjafnt milli einstakra
vöðva líkamans og einnig mjög
misjafnt milli einstaklinga.
Unnið er að því að staðfesta
hvort um er að ræða fjölgun æða
og enzima við þjálfun. Stofnunin
hefur tæknibúnað sem getur
mælt nákvæmlega þann kraft
sem einstaklingurinn getur
myndað í ákveðnum vöðvahóp-
um. Deildirnar starfa náið saman
og tengjast öðrum rannsóknar-
stofnunum í landinu.
Yfirstandandi rannsóknir
Þau verkefni sem nú er aðal-
lega unnið að og þau rannsókn-
lega unnið að, eru nú m.a.:
1. Framhald á ítarlegri rann-
sókn á stúdentum við G.I.H. sem
byggir á frumrannsóknum sem
Aastrand gerði árið 1949. 1970
komu 66 þessara stúdenta í sömu
rannsóknir aftur og nú árið 1982
þegar þeir eru flestir kringum 55
ára aldur gangast þeir undir
tveggja daga rannsókn hver og
alhliða heilbrigðisástand þeirra
er athugað og mælt. Rannsóknir
þessar fara að hluta til fram í
Danderyd sjúkrahúsinu en þarer
tekið hjartalínurit, þvermál
vöðvatrefja er mælt, mínútu-
magn hjartans, hámarks súr-
efnisupptaka, hámarkskraftur í
ákveðnum vöðvahópum og
fieira. Þessum tilraunum verður
haldið áfram á 10 ára fresti.
Niðurstöður er hægt að fá hjá
Aastrand í Fysiologen.
2. Verið er að ganga frá rann-
sókn á vökvatapi golfleikara
meðan og á eftir 18 holu keppni
og hvaða áhrif það hefur á get-
una, sama er í gangi nú í sam-
bandi við tenniskeppni. Tilgang-
urinn var að staðfesta hve mikil
áhrif vökvatapið hefur og
hvernig best er að bæta það upp í
keppni.
3. Annar hópur rannsakar
Aldurinn skiptir ekki máii. Fólk er
aldrei of gamalt til þess að hefja
íþróttaæfingar.
áhrif kælingar á líkamann m.a.
hve lengi menn geta lifað eða
haldið meðvitund í köldu vatni.
4. Þá stendur yfir könnun á
því hvert mjólkursýran sem
myndast við mikið erfiði fer,
hvað verður nákvæmlega af
þessu efni sem myndast við
orkumyndun í frumunum án
súrefnis. Tvær skoðanir hafa
verið á því aðallega. Önnur telur
að mjólkursýran brennist og
verði að koldíoxíði og vatni eftir
álagið, hin er að mjólkursýran
byggi upp glykogen að nýju.
Báðir þessir þættir eru taldir
koma við sögu en enginn veit það
nákvæmlega. Þessi rannsókn
með G.I.H. nemendur sem til-
raunadýr er gerð í samvinnu við
Huddinge sjúkrahúsið.
5. Fyrir herinn standa yfir
rannsóknir á hæfileikum til að
bera þunga birði í löngum
gönguferðum. Hermennirnir
eru vitanlega misjafnlega stórir
og miklir að burðum og vogar-
aflið því breytilegt). Kannað er
hvernig álagið og þunginn deilist
á mismunandi vöðvahópa og
hvernig þrýstingurinn í kviðar-
holinu léttir þungann af hryggn-
um og einnig er kannað hvort
hægt er að hafa áhrif á þetta með
þjálfun. Margir hermenn eiga í
erfiðleikum með að bera þunga í
langan tíma en aðrir virðast ekk-
ert hafa fyrir því. Þeir eru þá
rannsakaðir og kannað hvað þeir
hafa umfram hina. Tölvutækni er
notuð til að skilgreina vöðvaálag
og þungamiðjubreytingar við
göngu og hreyfingar á færibandi.
Þá kanna þeir hvernig haga
beri þjálfun í heitara loftslagi því
sænskir íþróttamenn eru oft í
æfingabúðum á veturna í heitari
löndum. Oft þurfa þeir einnig að
keppa og æfa í heitu loftslagi við
sama álag og í köldu. Þá svitna
menn meira og púlsinn slær
hraðar t.d. við sama álag 170 slög
í heitu lofti en 150 í kaldara. Þetta
þýðir minni slagrýmd og lægri
súrefnisupptöku. Spurningin er
sú hvort ekki eigi að minnka
álagið við þjálfun í heitara lofts-
lagi og hvaða áhrif þjálfunin
hefur við slíkar aðstöðubreyting-
ar.
Að lokum nefni ég tilraun sem
er í gangi þar sem kannað er
hvort t.d. 400 metra hlauparar
sem æfa við mikið álag geta þol-
að mikla mjólkursýrumyndun
betur en aðrir og hvaða aðferðir
eru bestar til að ná upp þessum
hæfileika. Ákveðin aðferð er
notuð til að meta stigið inni í
vöðvafrumunum, síðan er gerður
samanburður á óþjálfuðum og
þjálfuðum einstaklingi og þannig
komist að því hvort þjálfunin
51