Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 7
r- ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ~i
iþróttir og útilíf
Málgagn íþróttasambands íslands
Ritstjóri:
SteinarJ. Lúðvíksson
Skrifstofa ritstjómar:
íþróttamiðstöðinni Laugardal
Útgefandi: Frjálst framtak hf.
Stjómarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Auglýsingastjóri:
Lilja Hrönn Hauksdóttir
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18
Símar 82300, 82302
Áskriftarverð kr. 246.00 (hálft ár)
Setning, umbrot, filmuvinna og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Litgreining kápu: Prentmyndastofan
Héraðssambönd innan ÍSÍ:
Héraðssamband Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
Héraðssamband Vestur-ísfirðinga
Héraðssambandið Skarphéðinn
íþróttabandalag Akraness
íþróttabandalag Akureyrar
íþróttabandalag Hafnarfjarðar
íþróttabandalag ísafjarðar
íþróttabandalag Keflavíkur
íþróttabandalag Ólafsfjarðar
íþróttabandalag Reykjavíkur
íþróttabandalag Siglufjarðar
íþróttabandalag Suðurnesja
íþróttabandalag Vestmannaeyja
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands
Ungmennasamband A-Húnvetninga
Ungmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Dalamanna
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Ungmennasamband Kjalamessþings
Ungmennasamband Skagafjarðar
Ungmennasamband V-Húnvetninga
Ungmennasamband V-Skaftfellinga
Ungmennasambandið Úlfljótur
Ungmennasamband N-Þingeyinga
Sérsambönd innan ÍSI:
Badmintonsamband íslands
Blaksamband íslands
Borðtennissamband íslands
Fimleikasamband íslands
Frjálsíþróttasamband íslands
Glímusamband íslands
Golfsamband íslands
Handknattleikssamband íslands
íþróttasamband fatlaðra
Júdósamband íslands
Knattspymusamband íslands
Körfuknattleikssamband íslands
Lyftingasamband íslands
Siglingasamband íslands
Skíðasamband íslands
Skotsamband íslands
Sundsamband íslands
Rit s t j órnarsp j all
Atvinnumennirnir og
knattspyrnulandsliðið
íþróttablaðið birtir að þessu sinni viðtöl við tvo af kunnustu atvinnu-
knattspyrnumönnum íslendinga. þá Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guð-
johnsen. Meðal þess sem ber á góma er viðhorf þeirra til íslenska knatt-
spyrnulandliðsins. en báðir lýsa þeir yfir áhuga sínum á því að leika með
því hvenær sem færi gefast. Það kemur hins vegar glögglega fram í
viðtölunum að þeir félagar eiga við ramman reip að draga. Félög þeirra
eru ekki ginkeypt fyrir því að láta þá lausa í knattspyrnulandsleiki. og
hafa greinilega þau viðhorf að þau hafa keypt þessa leikmenn dýrum
dómum og vilja halda þeim hjá sér.
Það er orðið næsta fátítt að íslendingar geti teflt fram sínu besta liði í
knattspyrnulandsleikjum. Er þar átt við að sjaldan stendur svo á að þeir
atvinnumenn sem landsliðsþjálfarinn vill fá í leikina eigi heimangengt á
sama tíma. Þetta hefur skapað ýmis vandamál. svo og það að þótt
atvinnumennirnir geti tekið þátt í landsleikjunum gefst þeim oftast lítill
tími til samæfinga með öðrum leikmönnum. Afleiðing þessa verður svo
sú. að oftast er samæfing landsliðsmanna í lágmarki þegar að leikjunum
kemur og því í raun og veru stórkostlegt hve árangurinn hefur verið
góður á undanförnum árum.
íslendingar eru ekki einir um að eiga við slík vandamál að etja. Nær öll
Norðurlöndin eiga sína bestu knattspyrnumenn í atvinnuliðum í Evrópu
og eiga erfitt með að smala þeim saman. Þar sem breiddin er meiri en hér
á íslandi kemur þetta minna að sök, og þargeta landsliðsþjálfararnir leyft
sér að taka upp hálfgerða ..harðlínu" sem hefur orðið til þess að at-
vinnumennirnir leggja allan metnað sinn íað leika með landsliðunum. En
þar eru líka peningar í boði. — landsliðsleikmenn fá greitt fyrir að taka
þátt í leikjum. en það er nokkuð sem ekki er sýnilegt aó verði hægt á
Islandi í náinni framtíð.
Margir íslenskir atvinnumenn leggja hart að sér til þess að leika með
íslenska landsliðinu og sýna þannig bæði vilja og þegnskap. Má nefna
sem dæmi er þeir Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev fóru dagfari og
náttfari til þess að taka þátt í landsleik við Möltu í vor. Auðvitað er slíkt
einnig tvíeggja. Það þarf mikið til þess að taka þátt í erfiðum leik með
félagi sínu og koma svo um langan veg til þess að taka þátt í landsleik
daginn eftir. Það er líka vel skiljanlegt og raunar rétt þegar knattspyrnu-
mennirnir skorast undan því að taka þátt í landsleikjum sem fram fara á
því tímabili sem þeir eru í sumarfríi og ekki í æfingu. en það er einmitt á
aðalkeppnistímaþilinu hér á landi.
Vandamálin í sambandi við þátttöku atvinnumannanna í landsleikjum
eru því mörg. Knattspyrnusamband íslands hefur nú möguleika á því að
gera það að skilyrði fyrir jáyrði sínu til þeirra sem fara út í atvinnu-
mennsku að þeir fái sig lausa frá félögum sínum til þess að taka þátt í
Evrópuleikjum og leikjum í heimsmeistarakeppninni. Slíkir leikir skipta
vitanlega mestu máli. En því má þó aldrei gleyma eða horfa fram hjá að
vitanlega skiptir viðhorf og hugarfar leikmannanna sjálfra mestu máli og
sem beturfer hefur það hingað til yfirleitt verið jákvætt. Þeir hafa haft vilja
og metnað til þess að leika með íslenska landsliðinu og vonandi verður
svo einnig í framtíðinni.
7