Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 9

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 9
Atli er óvenjulegur marka- skorari Það hefur varla farið fram hjá nokkrum blaðalcsanda að landsliðsmaðurinn góðkunni Atli Eðvaldsson náði þeim frá- bæra árangri að verða í 2.—3. sæti yfir markahæstu leikmenn Vestur-Þýskalands eftir að hafa skorað heil 5 mörk í síð- asta leik Fortuna Diisseldorf í „Bundesligunni“ þýsku á ný- liðnu keppnistímabili. Sannar- lega mikið afrek og verðskuld- aður afrakstur óhemju vinnu sem Atli hefur lagt á sig til að spjara sig í hörðum og misk- unnarlausum heimi atvinnu- knattspymunnar. Atli var fljótlega eftir að hann hélt út færðurframar á völlinn, en hér heima lék hann lengstum sem miðvallarleikmaður og var reyndar óvenju markheppinn sem slíkur. Úti vildu menn nota yfirburði hans í loftinu, þ.e. í skallaeinvígum, svo og grimmd hans og ósérhlífni upp við markið og hann var gerður að miðherja. Og nú er svo komið að vandfundinn er hættulegri miðherji í „Bundesligunni“, sem sögð er ein besta deildarkeppni í heimi. En Atli er samt ekki þessi dæmigerði markaskorari, sem lúrir upp við vítateig andstæð- inganna og bíður tækifæris, en tekur að öðru leyti lítinn þátt í leiknum. Hann er sívinnandi, úti um allan völl, alltaf reiðu- búinn til að taka þátt í varnar- leiknum og örskömmu síðar orðinn fremsti maður í sókn. Það er jafnvel talið að Atli hafi of mikla yfirferð, og að hann sé of óeigingjarn. Þetta lýsir vel þeim hugsunarhætti sem algengur er í atvinnumennsku í knattspyrnu, og Þjóðverjar eru frægir að endemum fyrir, það er að hver leikmaður hugsi eingöngu um sjálfan sig og eigin frammistöðu, en liðs- heildin sé aukaatriði. Sem betur fer gerir Atli sér grein fyrir að knattspyrna er hóp- íþrótt og leikur samkvæmt því. Fyrir vikið er hann mjög vin- sæll meðal meðspilara svo og þjálfara. Annað sem er athyglisvert í sambandi við frammistöðu Atla er á hversu fjölbreyttan hátt hann skoraði mörkin sín 21 í vetur. Þau skiptust nokk- urn veginn jafnt á hægri fót, vinstri fót og höfuðið („skall- ann“) meðan keppinautarnir voru mun einhæfari, t.d. Horst Hrubesch með helminginn með skalla, Rumenigge og Littbarski með bróðurpartinn af mörkum sínum með hægra fæti o.s.frv. Eðvarð bestur Njarðvíkinga Nýlega fór fram kjör „íþróttamanns Njarðvíkur 1982“. Þarf engum að koma á óvart að sundkappinn ungi, Eðvarð Þ. Eðvarðsson varð A heimavelli fyrir valinu, en Eðvarð stóð sig frábærlega vel í íþróttagrein sinni á árinu og setti fjölmörg íslandsmet. Er hann raunar einn besti sundmaður landsins og á vafalaust enn eftir að láta verulega að sér kveða. Fékk Eðvarð verðlaunaskjöld sem fylgdi sæmdarheitinu, bikar og verðlaunapening. Það var Ungmennafélag Njarðvíkur sem stóð fyrir kjörinu, en á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í byrjun júní urðu for- mannaskipti hjá félaginu. Oddgeir Karlsson lét af störf- um, en Jón Halldórsson tók við. íþróttablaðið Áskriftar- símar 82300 82302 9

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.