Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 11
Á heimavelli
Hilmar
með Val
að nýju
Þótt langt ?é til haustsins
eru handknaítleiksmenn
landsins þegar farnir að draga
fram íþróttaskóna og hefja
hefðbundnar útiæfingar í
formi langhlaupa og annars
undirbúnings að þoli því og
þreki sem nauðsynlegt þykir í
hinni hörðu 1. deildarkeppni á
íslandi. Valsmenn hafa sést á
skokki við Öskjuhlíðina og
munu þeir stefna á stærri hluti
á næsta keppnistímabili en því
síðasta, þegar þeim tókst ekki
að komast í fjögurra liða úr-
slitin. Nokkrar mannabreyt-
ingar munu verða í og kringum
Hlíðarendaliðið.
Fyrrum landsliðsþjálfarinn.
Hilmar Björnsson, verður við
stjómvölinn hjá Val á nýjan
leik, en hann náði sem kunn-
ugt er stórkostlegum árangri
með liðið fyrir nokkrum árum,
íslandsmeistarar þrisvar í röð
(1977—79) og 2. sætið í
Evrópukeppni meistaraliða
1980. Tveir fyrrverandi leik^
menn Vals eru flognir heim í
hreiðrið aftur, þeir Björn
Bjömsson, skotfasta vinstri-
handar skyttan, sem ieikið
hefur með ÍR undanfarin tvö
ár, og Stefán Halldórsson, sem
upphaflega kemur frá HK,
gerðist þjálfari og leikmaður
með Tý í Vestmannaeyjum
eftir nokkur ár með Val og lék
með KR á síðasta keppnis-
tíniabili. Sannarlega töluvert
flakk á einum leikmanni, en
Stefán er mikil skytta sem
getur með meiri ögun orðið
leikmaður í fremstu röð.
Það er því Ijóst að Valsmenn
ætla sér stóra hluti, en þeir eru
ekki einir um það. Víkingar
láta ekki íslandsmeistaratitil-
inn eftir baráttulaust, FH-ing-
ar eru sjálfsagt óánægðir með
frammistöðuna í úrslitakeppn-
inni í vor og vilja sjálfsagt sýna
og sanna að þeir séu meira en
efnilegir. Svo eru lið KR og
Stjörnunnar stór spurninga-
merki, þannig að það verður
við ramman reip að draga.
Sjónvarpið
og íslenska
knattspyrnan
Hinn kunni íþróttafrétta-
maður sjónvarpsins, Bjarni
Felixson, jók mjög á vinsældir
sínar meðal almennings er
hann síðast liðið vor sýndi þrjá
stórleiki úr evrópskri knatt-
spyrnu beint og er það vel.
Leikir milli góðra atvinnu-
niannaliða þola það vel flestir
hverjir að vera sýndir í heild.
Öðru máli gegnir með íslensku
knattspyrnuna. Þar eru gæðin
minni af skiljanlegum ástæð-
um og engum gerður greiði
með því að sýna 90 mínútur af
misgóðum leikjum íslenskra
liða á völlum sem stundum eru
til háborinnar skammar. Nei,
úr því að Englendingar verða
að klippa sína leiki niður í
20—30 mínútur og þaðan af
niiniia, þá er engin skömm
fyrir okkur íslendinga að
viðurkenna það að okkar leikir
eru mun betra sjónvarpsefni ef
aðeins eru sýndir valdir kaflar,
10—30 mín., eins og oft má
raunar sjá í íþróttaþætti sjón-
varpsins á mánudögum. Annað
sem væri vel þegið er að fá að
berja augum íslenska kvenna-
knattspyrnu svona annað veif-
ið, en stúlkunum hefur fleygt
fram á síðustu árum, og al-
kunna er að íþróttir kvenna
hljóta alls ekki næga umfjöll-
un í fjölmiðlum.
KKÍ heiðrar
Sambands-
menn
Körfuknattleikssamband ís-
lands sæmdi nýlega tvo starfs-
menn Sambands íslenskra
samvinnufélaga, þá Gunnstein
Karlsson fyrrverandi auglýs-
ingastjóra og Guðmund Guð-
mundsson fræðslufulltrúa
gullmerki KKÍ, en báðir þessir
menn höfðu átt aðild að fram-
kvæmd styrkveitingar íþrótta-
styrks Sambandsins árin 1980
og 1981 er Körfuknattleiks-
sambandið hlaut styrkina.
11