Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 13

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 13
A heimavelli HÆTTIR ÞORLEIFUR VIÐ AÐ HÆTTA? KA-menn sem unnu sér sæti í 1. deildinni í handknattleik á næsta keppnistímbili hafa orð- ið fyrir miklu „mannfalli“ og skakkaföllum. í fyrra léku tveir danskir handknattleiks- menn með liðinu, þeir Kjeld Mauritssen og Flemming Bevensee og voru raunar burðarásar liðsins. Þeir eru nú báðir famir til síns heima og engu er líkara en KA sé að koma sér upp útlendingaher- sveit í Danmörku, þar sem tveir aðrir leikmenn liðsins í fyrra, Friðjón Jónsson og Er- lendur Hermannsson fara einnig til Danmerkur og verða því ekki með næsta vetur. Að auki munu KA-menn svo missa Guðmund Guðmundsson sem heldur heim á fornar slóðir og leikur með Víkingum næsta vetur. Þá hefur hinn gamal- kunni kappi Þorleifur Ananíasson ákveðið að leggja skóna á hilluna, en líklegt verður að telja að forystumenn KA leggi mikið kapp á að telja honum hughvarf, enda mun ekki af veita ef KA ætlar sér að láta til sín taka í hinum harða slag í 1. deildinni. Urgur í norðan- mönnum Mikill urgur er sagður í lyftingamönnum á Akureyri út í stjórn Lyftingasambands ís- lands. Ástæðurnar eru margar, m.a. val keppenda á Norður- landamótið sem fram fór í Laugardalshöllinni í sumar og keppnisbann á tvo lyftinga- menn frá Akureyri í framhaldi af því. Þá þótti Akureyringum steininn taka úr er íslandsmet sem Kári Elísson setti á móti á Austfjörðum í sumar var dæmt ógilt. Segja Akureyringar að KR-ingar séu í meiri hluta í stjórn lyftingasambandsins og reki grimma félagspólitík með hagsmuni sinna lyftingamanna í huga. UMSE mun hætta í blakinu Á þingi Ungmennas. Eyja- fjarðar sem haldið var fyrir skömmu var lagt til að sam- bandið hætti þátttöku í öllum opinberum mótum á vegum Blaksambands fslands, en jafnframt var því beint til stjórnar og blaknefndar sam- bandsins að reynt yrði að út- vega húsnæði til blakæfinga fyrir þau félög er þess óska. Eyfirðingar hafa verið í fremstu röð í blaki á undan- förnum árum, og verður því mikil eftirsjón af þeim ef þeir hætta að senda lið til keppni svo sem allar horfur eru á. Það Framhaldábls. 86 13

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.