Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 17

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 17
Næðisstund á smekklegu heimili íStuttgart. Að neðan: Ásgeir við fugla- tjörn íStuttgart. slíku og hvíla sig vel fyrir næstu átök. Eg vona að hvíldin núna hafi gert mér gott, því ég var ekki orðinn alveg góður af meiðslunum.“ Lífið í Vestur-Þýskalandi. Ásgeir minnist á heimsóknir til vina og kunningja, og víst hljóta þær að taka töluverðan tíma, því maðurinn er ein- staklega vinamargur. Það stafar hugsanlega að einhverju Ieyti af því að hann er stjarna, a.m.k. á íslenskan mælikvarða, en einnig af því að Ásgeir er afslappaður og þægilegur í umgengni, al- mennilegur við alla og blessun- arlega laus við þann hroka sem oft einkennir menn sem hafa náð langt á einhverju sviði. En hvernig eyðir Ásgeir frí- stundunum yfir keppnistíma- bilið? „Þá er ekki mikið um frí. Mestur tíminn fer í æfingar og stúss í kringum þær. Maður skreppur kannski heim í mat, fer aftur á æfingu og kemur svo heim undir kvöldið. Þá er það þetta vanalega, sjónvarpið og músíkin. Ef það er frí í hálfan eða heilan dag notar maður gjarnan tækifærið og ekur svo- lítið um Þýskaland og reynir að skoða sig um. Við eigum ágæta vini sem við umgöngumst talsvert, bæði ís- lendinga og Þjóðverja, sem eru heldur fleiri. Það eru aðallega félagar úr knattspyrnunni, og eru Förster-bræðurnir, Bernd og Karl-Heinz þar fremstir í flokki ásamt Niedermayer. Við förum yfirleitt saman út að borða eftir leiki ásamt konum okkar. Og nú nýlega hitt ég Bernd Förster á Marbella á Spáni, þar sem við höfðum mælt okkur mót.“ Samningur við Stuttgart til 1987. Hvað skyldi Ásgeir taka sér fyrir hendur þegar knattspyrnu- ferli hans lýkur? Aðspurður kvaðst Ásgeir ekkert vera farinn að velta því fyrir sér. Hann hefði nýverið gert fjögurra ára samning við Stuttgart og því væri nógur tími til að ákveða hvað tæki við eftir að samnings- tímanum lyki. Nú væri stefnan tekinn á næsta keppnistímabil og síðan unnið út frá því. Ásgeir kvað þó öruggt að hann myndi flytja aftur heim til íslands og setjast hér að. Hann á hús í smíðum í Vestmannaeyjum, og það er ef til vill framtíðarheim- ili Ásgeirs og fjölskyldu. íþróttablaðið þakkar Ásgeiri Sigurvinssyni fyrir spjallið og óskar honum alls hins besta á komandi keppnistímabili. Hann á eftir að spjara sig vel pilturinn og vera landi sínu og þjóð til sóma hér eftir sem hing- að til. H.H. 17

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.