Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 18
Islensk
„innrás
í Banda-
55
íslenskir frjálsíþróttamenn hafa hreiðrað slg á þremur stöðum í
Bandaríkjunum: San José í Kaliforníu, Austin í Texas og Tuscaloosa í
Alabama.
íslenskir frjálsíþrótta-
menn orðnir eftir-
sóttir af háskólunum
Árangur íslensks frjálsíþrótta-
fólks í Bandaríkjunum hefur
vakið mikla athygli undanfarið.
Á bandaríska háskólameistara-
mótinu kepptu 8 íslenskir frjáls-
íþróttamenn og komust þeir allir
í úrslit í sínum greinum. Einar
Vilhjálmsson og Þórdís Gísla-
dóttir urðu bandarískir meistarar
og er það þriðji meistaratitill
Þórdísar á jafnmörgum mótum.
Óskar Jakobsson, Oddur Sig-
urðsson, Þráinn Hafsteinsson og
Vésteinn Hafsteinsson náðu all-
ir hinum eftirsótta titli All-Am-
erican, sem þeim íþróttamönnum
hlotnast sem ná einu af 6 efstu
sætunum á meistaramótinu.
Hinn stórgóði árangur þessa
fólks hefur orðið til þess að
þjálfarar víðs vegar að úr Banda-
ríkjunum sækjast nú eftir því að
fá til sín íslenskt frjálsíþróttafólk.
Það var ekki fyrr en 1980 að
íslenskir frjálsíþróttamenn fóru
að flykkjast vestur um haf í
miklum mæli. Hinn erfiði ís-
lenski vetur hefur valdið því að
margir hafa reynt að fara utan til
þess að freista þess að ná betri
árangri við betri aðstæður og þá
gjarnan að sameina slíkt fram-
haldsnámi. Lágu leiðir flestra til
Bretlands, Þýskalands eða
Norðurlanda. Það var síðan
seinni hluta árs 1978 að Óskar
Jakobsson komst í samband við
háskólann í Austin í Texas sem
bauð honum styrk til náms. Ósk-
ar vakti strax athygli fyrir góða
frammistöðu og þjálfaramir fóru
að athuga möguleika á að fá fleiri
efnilega frjálsíþróttamenn frá ís-
landi.
Á árum áður höfðu nokkrir ís-
lenskir frjálsíþróttamenn dvalið í
lengri eða skemmri tíma í
Bandaríkjunum. Má þar nefna
Jón Þ. Ólafsson hástökkvara sem
æfði í Kaliforníu fyrir Olympíu-
leikana 1964, Ingvar Hallsteins-
18