Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 23

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 23
Frjálsíþróttalið University of Texas, Austin, keppnistímabilið 1982—1983. Óskar Jakobsson er fyrir miðju í fremstu röð, Einar Vilhjálmsson lengst til vinstri og Oddur Sigurðsson fimmti frá vinstri íannarri röð. Skólinn gerir því mjög vel við keppnisliðið og ef við ferðumst langar leiðir leigjum við eigin flugvél og búum alltaf á góðum hótelum á keppnisferðum. Það er því ómögulegt annað en að vera ánægður rneð lífið þarna þegar í viðbót kemur að ég er mjög ánægður með skólann. Þjálfararnir hafa gaman af að segja sögur af íslendingunum. Einu sinni var Blackwood að kynna mig fyrir þjálfara og sagði þá hvernig hann hefði náð í mig. „Það var þannig að þegar ég fór til íslands í maí var mér boðið að veiða. Ég stóð þarna úti í ánni með stöngina þegar ég sá gríðar- stóran ísjaka koma siglandi niður ána. Á jakanum var strákur og ég kalla til hans, geturðu hlaupið? Strákurinn kallar já til baka og ég lét hann skrifa undir á staðnum.“ Það voru auðvitað geysileg viðbrigði að koma til Texas og æfingaaðferðirnar voru mjög ólíkar því sem ég hafði verið að gera hér heima. Enda má segja að ég hafi verið allt fyrsta árið að venjast breyttum aðstæðum. Það eru margir frábærir hlauparar við skólann en ég treysti stöðu mína með því að setja íslandsmet í 400 m sumarið áður en ég fór út og hef alltaf verið fastamaður í lið- inu. Ég hef auðvitað aðallega Einar Vithjáimsson hefur tekið stórstígum framförum að undan- förnu og er nú kominn í hóp bestu spjótkastara íheiminum. hlaupið 400 m sem er mín aðal- grein, en ég hef keppt fyrir skól- ann á öllum vegalengdum frá 100 m upp í 800 m. 4x400 m boð- hlaupssveitin okkar er ein sú sterkasta í Bandaríkjunum og hlupum við á 3:03.33 mín. í ár. Það er árangur sem aðeins bestu frjálsíþróttalandslið í Evrópu ná. Ég reyni að kappkosta að vera í góðu formi þegar ég keppi með íslenska landsliðinu en vissulega er það erfitt þegar keppnistíma- bilið er svo gífurlega langt. í fyrra var ég mjög þreyttur eftir Evrópumeistaramótið sem fram fór í byrjun september eftir að hafa keppt í 8 mánuði. Það verður því að stefna sérstaklega að vissum mótum og taka mótin í upphafi keppnistímabilsins í Bandaríkjunum frekar sem æfingu. Ég æfi alltaf meira en hinir hlaupararnir á þeim tíma og hvíli ekki eins og þeir í kringum mótin, en reyni að ná toppi á Confernece mótinu og NCAA. Ég er á því að hægt sé að ná öðr- um toppi síðar á sumrinu. í ár eru t.d. mörg stórverkefni í ágúst og ég stefni að því að verða í toppformi þá.“ 23

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.