Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 24

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 24
„DRAUMURINN HEFUR ORDID AÐ VERULEIKA” - segir Vésteinn Hafsteinsson sem hefur stórbætt fyrri árangur sinn í Tuscaloosa í Alabama voru 6 íslenskir frjálsíþróttamenn s.l. vetur. Þórdís Gísladóttir og Þrá- inn Hafsteinsson hafa verið þarna lengst og hafa þau greitt götu þeirra er á eftir hafa komið en það eru Vésteinn, bróðir Þrá- ins, Pétur Guðmundsson, Sig- urður Einarsson og íris Grön- feldt. íris og Vésteinn voru tekin tali þegar þau voru nýkomin að utan. íris er íslandsmethafi í spjótkasti. Hún lauk stúdentsprófi um síð- ustu jól og fór eftir það beint til Alabama. „Ég hef alltaf ætlað mér að verða íþróttakennari og beinast lá við að fara til Laugarvatns eftir stúdentsprófið. Þráinn og Þórdís komu mér í samband við þjálfar- ana í Alabama en þeir voru ein- mitt að leita eftir spjótkastara í kvennaliðið. Ég var auðvitað yfir mig ánægð með það og sé ekki eftir því að hafa farið. Að æfa í góðu veðri þar sem vetrarveðrið er eins og sumarveður á íslandi er stórkostlegur munur. Ég æfi mikið með strákunum og tek bæði lyftingaæfingar og tækni- æfingar með þeim. Það er einn kastþjálfari við skólann en spjót- kastið er ekki hans besta grein, en við Sigurður Einarsson spjót- kastari höfum unnið mikið sam- an og hefur verið gott að hafa hann til að segja sér til á tækni- æfingum. Ég held ég geti verið ánægð með mitt fyrsta keppnis- tímabil fyrir skólann. Ég vann Confernece mótið þar sem ég setti íslandsmet 52.38 m. Mér var ekki spáð úrslitasæti á NCAA þar sem 12 keppendur komast í úrslit en ég komst inn sem 9. kastari í úrslitakeppnina og hafnaði í 7. sæti. Það er nú yfirleitt ekki reiknað með að fólk á fyrsta ári eins og við Sigurður vorum nái úrslita- sætum á meistaramótinu þannig að þeir hjá skólanum voru mjög ánægður með þennan árangur, en Sigurður varð 10. og kastaði yfir 72 metra. Það var virkilega gaman að vera íslendingur á mótinu og það hafði einhver á orði að ef Norðurlandabúarnir væru allir við einn skóla gætu þeir unnið mótið. Dísa og Óskar eru þegar orðin stór nöfn þama og árangur Einars var svo til að kóróna allt saman, hann var aldeilis frábær. Næsta ár er stefnan að verða All-American, þ.e. að verða ein af 6 efstu og ég á 3 ár eftir með liðinu svo ég held að þetta sé allt á réttri leið. Ég ætla mér að ná öðrum toppi seinna í sumar og bæti þá vonandi íslandsmetið.“ Vésteinn er kringlukastari og hefur verið á stöðugri uppleið. í vor hefur hann kastað margoft yfir 60 metra og hefur náð lág- marki til að keppa á heims- meistaramótinu í ágúst. „Dvölin í Alabama hefur upp- fyllt þær vonir sem ég batt við hana. Til þess að ná því út úr sér sem maður hefur hæfileika til þarf maður að geta einbeitt sér að æfingunum og við skólann er gert ráð fyrir því að tími fari í æfing- arnar. Það er hægt að verða góður kastari á íslandi eins og Hreinn Halldórsson sýndi. En auðvitað er mikill munur að æfa við aðstæður eins og eru í Ala- bama, t.d. að geta alltaf kastað úti í góðu veðri. Ég tel það líka mik- ils virði fyrir mig að keppa á öll- um þessum mótum. Þetta eru skemmtileg mót og mikil keppni. Ég er að keppa við stráka sem eru á sama aldri og með svipaðan árangur. Það hjálpar mikið. Nú þó að þjálfararnir séu e.t.v. ekki mikið með í tækniþjálfuninni er aðstoð þeirra á öllum sviðum ómetanleg. Við Þráinn höfum unnið saman í mörg ár og hjálp- umst mikið að og við tækniþjálf- unina notum við mikið videotæki sem skólinn á. Ég er ánægður með framfar- irnar það sem af er. Mér gekk mjög vel í vor og náði því sem ég stefndi að, það var að kasta yfir 200 fet á Conference mótinu og NCAA og að verða All-Ame- rican. Ég setti persónulegt met 62.60 m þegar ég vann Confer- ence mótið. Við vorum 4 íslend- Framhald á bls. 86 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.