Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 26

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 26
„MESTIMUNURINN ER AÐ SLEPPA VIÐ ÁFÖLL” Bræðurnir Þorvaldur og Þor- steinn Þórssynir hafa verið í San Jose frá því um haustið 1981. Þorvaldur er við nám í eðlisfræði og lýkur B.S. prófi í þeirri grein um næstu áramót og Þorsteinn nemur tölvufræði. Þorvaldur var einn þeirra íslendinga sem fóru til Kariforníu í æfingadvöl eftir áramótin 1981 og kynntust þannig aðstæðum í San Jose. Síðastliðinn vetur voru þeir Jónas Egilsson og Gunnar Páll Jóa- kimsson við nám við skólann auk þeirra bræðra. Þorvaldur hefur margbætt íslandsmetin í 110 og Þorvaldur Þórsson og Einar Vilhjálmsson bregða á leik í landsliðsferð fyrir nokkrum árum. Þeir hafa stórbætt árangur sinn eftir að þeir fóru til Bandaríkjanna. 400 m grindahlaupum og var aðeins hársbreidd frá því að komast á bandaríska háskóla- meistaramótið þegar hann hljóp 400 m grindahlaupið á 51.38 sek., skorti aðeins 17 hundruðustu- hluta. Þorsteinn er unglingamet- hafi í tugþraut en keppir einnig fyrir skólann í kastgreinum. Þó mikill tími fari í æfingarnar þá hafa þeir bræður ekki slegið slöku við í skólanáminu og hafa báðir fengið viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. íþróttadeild San Jose háskólans hefur ekki úr eins miklum pen- ingum að spila og margar aðrar deildir. Skólinn hefur samt alltaf átt framúrskarandi íþróttamenn en frægastir þeirra eru sprett- hlaupararnir sem voru í skólan- um fyrir 1970. Þá voru Lee Evans, Tommie Smith Olympíu- meistarar og fleiri af bestu spretthlaupurum heims í San Jose. Næsta ár verður Bandaríska meistaramótið TAC haldið í San Jose. Það verður því mikið um að vera í San Jose eins og allri Kali- fomíu á Olympíuárinu, því einn- ig má búast við að íþróttafólk frá ýmsum þjóðum verði þar við æf- ingar á næsta ári. Enda sögðust þeir bræður ekkert vera á heim- leið, í Kaliforníu væru allar að- stæður til að verða íþróttamaður í 26

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.