Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 31
„Það er miklu meiri metnaður hjá
Anderlecht og aðbúnaður góður”
vetri, er líða tók að lokum samn-
ingstíma Arnórs við Lokeren.
Lengst náðu viðræður Arnórs við
enska liðið Ipswich, en þegar
einungis var eftir að undirrita
samninginn kom í ljós að hann
fengi ekki atvinnuleyfi í Englandi
og þar með var sá draumurinn
búinn. Það átti þó ekki fyrir
Arnóri að liggja að leika áfram
með Lokeren því þekktasta félag
Belgíu, Anderlecht, hafði auga-
stað á Arnóri og gerði honum til-
boð sem hann gat ekki hafnað.
Þýðir þetta, Arnór, að þú sért
sestur að í Belgíu og hyggir ekki á
feril sem knattspyrnumaður
annars staðar, eða stefndi ekki
hugurinn til stórliða utan
Belgíu?
„Nei ég er ekki sestur að í
Belgíu, þótt svo hafi farið að
þegar ég loksins fór frá Lokeren
þá hafi ég gengið til liðs við
annað belgískt félag. Mér fannst
að vísu tími til kominn að taka
stærra skref, en ýmsar ástæður,
meðal annars það að ég fékk ekki
atvinnuleyfi í Ipswich, ollu því að
allt stefndi í það að ég endurnýj-
aði samninginn við Lokeren í eitt
ár, en þá kom Anderlecht inn í
myndina. Og sá samningur sem
ég gerði við Anderlecht til
tveggja ára er bara næsta skref í
tröppuganginum.“
Geturðu nefnt einhvern mun á
þessum tveimur félögum, Lok-
eren og Anderlecht, t.d. hvað
varðar aðstæður, laun eða metn-
að klúbbsins?
„Þetta er tvennt ólíkt. Hjá
Arnór í landsleik á Laugardalsvellinum og lætur sér greinilega ekki
bregða þótt andstæðingurinn taki hann á sniðglímu á lofti!
31