Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 35

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 35
Fjórir íslenskir atvinnumenn í knattspyrnu fagna marki þess fimmta. Myndin er úr landsleik íslendinga og Svisslendinga á Laugardalsvellinum, tekin eftir að Janus Guðlaugsson hafði skorað. Teitur Þórðarson (nr. 9), Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson fagna. Á bak við Teit sér íAtla Eðvaldsson. horf íslensku atvinnumannanna til landsliðsins svo og árangur liðsins að undanförnu?? „Það verður hver og einn að svara fyrir sig, en hvað sjálfan mig snertir þá hef ég haft metnað til að spila landsleiki fyrir ísland. Mér finnst það skemmtileg til- breyting að koma heim, hitta strákana í landsliðshópnum og leika með þeim. Árangurinn undanfarin 2—3 ár hefur verið góður. Við höfum staðið í lands- liðum stórþjóða hér heima, en nú þurfum við að fara að vinna þessi sterku landslið. Til þess höfum við alla burði og ég er sannfærður um að þess sé ekki langt að bíða. Þetta kemur jafnt og þétt, og við erum örugglega á réttri leið.“ Arnór Guðjohnsen var fram- herji er hann sigldi á vit ævintýr- anna 16 ára gamall, en hann hef- ur sýnt það að sem leikmaður er hann óvenju fjölhæfur. Með Lokeren hefur hann leikið allar stöður nema sem miðvörður og markvörður. Hann var sóknar- maður fyrstu árin, var síðan dreginn aftur á miðjuna þar sem kraftur hans, leikni og alhliða hæfileikar nýtast betur. Ein- hverju sinni lék hann í forföllum stöðu bakvarðar og skilaði því hlutverki með sóma. Sjálfur telur hann sig nýtast best sem frjáls sóknartengiliður fyrir aftan tvo framherja og hefur auk þess mest gaman af því. En hvað um fram- tíð þessa stórgóða leikmanns og markmið í knattspyrnunni? „Ég tel mig eiga möguleika á að ná lengra í knattspyrnunni. Besti aldurinn fyrir leikmann eins og mig er 26—29 ár svo ég á enn nokkur ár í toppinn. Takmarkið er að komast eins langt og mér er mögulegt, helst í hóp bestu knattspyrnumanna Evrópu. En það verður ekki auðvelt. Margir leikmenn hafa verið efnilegir, en aldrei náð að sýna nema brot af því sem í þeim býr.“ Við vonum að Arnór lendi ekki í þeim hópi. Reyndar er engin hætta á því, vegna þess að Arnór er hættur að vera efnilegur, hann er orðinn góður knattspyrnu- maður á hvaða mælikvarða sem er. „Já, það er reyndar eitt sem ég vil að komi fram. Það er í sam- bandi við félagaskipti mín úr Víking yfir í Lokeren á sínum tíma. Þá var deilt mikið á mig og föður minn fyrir að hafa gert lé- legan samning við Belgana. Við áttum að hafa samið af okkur, en nú hefur komið á daginn, að við hefðum ekki getað gert betri samning til að skipta yfir í stærri klúbb eins og nú hefur átt sér stað.“ 35

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.