Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 37

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 37
Nýi heimsmeistarinn í einliðaleik karla: lcuk Sugiarto frá Indónesíu. Lene Köppen var búin að vera á toppnum í rösklega tíu ár, vann t.d. einliðaleik kvenna í „All Eng- !and“ mótinu árið 1972, en það mót var lengi vel óopinber heimsmeistarakeppni. Þá varð hún heimsmeistari í einliðaleik kvenna á fyrsta opinbera heims- meistaramótinu sem haldið var. Snemma í keppninni í Kaup- mannahöfn mætti Köppen kóreönsku stúlkunni Yun Ja Kom og tapaði 11-3, 5-11 og 7-11. Köppen þótti ekki sjálfri sér lík í leiknum, skorti greinilega hraða og snerpu og auk þess virtist áhuginn takmarkaður þegar illa tók að ganga. „Ætli ég snúi mér ekki að því að leika tennis í framtíðinni, svona rétt til þess að halda mér í formi,“ sagði Köppen á blaðamannafundinum eftir keppnina. Morten Frost. Þoldi ekki álagið í keppninni og sýndi ekki sínar bestu hliðar. átti von á því að hann hreppti heimsmeistaratitil- inn, jafnvel þótt hann væri talinn fjórði besti badmin- tonleikari í heimi fyrir keppnina. Morten Frost tók greinilega nærri sér að ná ekki lengra í keppnini en raun bar vitni. Hann sagði á blaðamannafundi eftir tapið gegn Sugiarto að hann hefði einfaldlega verið þreyttur og illa upp lagður og því hefði hann tapað leiknum. „En ég á eftir að ná mér á strik aftur“, sagði Frost „og þá vinn ég þá alla“. Dönsku blöðin voru söm við sig og fljót að finna skýringu á því af hverju Frost gekk ekki betur í keppninni. Gerðu þau mikið úr tíðum klósettferðum Frost á meðan á keppninni stóð og lögðu saman tvo og tvo. Hann hafi auðvitað verið slæmur í magan- um, og því ekki von á góðu. Danir urðu einnig fyrir von- brigðum með frammistöðu bad- mintondrottningar sinnar, Lenu Köppen. Fyrirfram hafði hún lýst yfir því að þetta yrði hennar síðasta keppni, en Köppen átti þrítugsafmæli meðan á keppn- inni stóð og taldi að tími væri korninn fyrir sig að hætta keppni. 37

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.