Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 41
endum félagsins mjög á óvart, en
eins og jafnan áður voru þeir
fljótir að sætta sig við ákvörðun
framkvæmdastjórans. Hort Hru-
besch sem nú er orðinn 32 ára
hefur raunar alltaf verið dálítið
misvinsæll meðal áhangenda
Hamburger SV. Sumir dýrkuðu
hann sem hálfguð en öðrum
fannst hann erfiður í umgengni
og sýna félaginu of lítinn áhuga.
Hort Hrubesch hóf feril sinn
sem atvinnuknattspyrnumaður
fyrir 8 árum, þá 24 ára og gerði þá
samning við Rot-Weiss Essen.
Hann hafði ekki leikið marga
leiki með félaginu er hann tók að
Baráttujaxlinn Hort Hrubesch.
Hann gefur aldrei eftir og nýtur
líkamsstyrks síns í návígi við and-
stæðingana.
vekja athygli og brátt var hann
kominn í fremstu röð knatt-
spymumanna í Þýskalandi.
Sjálfur hafði Hrubesch átt í
miklum erfiðleikum með að gera
upp hug sinn, áður en hann
ákvað að gerast atvinnuknatt-
spyrnumaður. Hann lék með
áhugamannafélagi, og hafði
nokkrar tekjur af því, auk þess
sem hann þótti frammúrskarandi
Hrubesch heilsar Dino Zoff fyrir-
liða Juventus fyrir úrslitaleik
Evrópubikarkeppni meistaraliða í
vor, en þann leik vann HSV.
handknattleiksmaður og gat vel
unnið fyrir sér með slíku.
Hrubesch var ekki of viss um að
gatan yrði greið í atvinnuknatt-
spymunni, en sá hins vegar að
Gat einnig orðið
handknattieiks
maður í
fremstu röð
sem handknattleiksmaður átti
hann möguleika á að komast í
fremstu röð — jafnvel þýska
landsliðið, en sem unglingur
hafði hann sett sér það sem æðsta
takmark að leika landsleik eða
landsleiki fyrir Þýskaland. Þýskir
blaðamenn sem fylgdust með
Hrubesch sem handknattleiks-
manni hafa skrifað, að ekki sé
efamálað hann hefði getað orðið
einn besti handknattleiksmaður í
heimi, hefði hann einbeitt sér að
þeirri íþrótt. Hann hafi verið
Hversu oft hefur þessi staða komið upp. Hrubesch situr á vellinum og
fagnar marki. Hann skoraði fjöldamörg mörk fyrir HSV og segist ætla að
halda iðju sinni áfram i Belgíu.
41