Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 47

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 47
íþróttamanns hefur drifið og við byrjum á knattspyrnunni. Yngri flokkarnir og fyrstu árin í meistara- flokki. Jón Oddsson er fæddur og uppalinn á ísafirði. Þar eru tvö aðal íþróttafélög, Hörður og Vestri. Jón sýndi snemma ótví- ræða íþróttahæfileika og gekk í Vestra 7 — 8 ára gamall og hóf knattspyrnuæfingar. Hann minnist þess að lið hans hafi í 5. flokki komist í úrslit í íslandsmóti. Þjálfari liðsins, Helgi Már Arthúrsson, lét piltana æfa 5 sinnum í viku til að undirbúa þá sem best fyrir úrslitakeppnina. Hún fór fram í Reykjavík og vegna flugs vestur aftur léku ísfirsku piltarnir tvo leiki sama daginn, unnu fyrst Þór frá Akureyri 5-0 og töpuðu síðan fyrir Val með sömu markatölu. Meðal jafnaldra Jóns eru Kristinn Kristjánsson leikmaður með 1. deildarliði ÍBÍ og Haraldur Leifsson fyrrum leikmaður liðsins, en hann er nú við nám í Danmörku. Ári yngri er landsliðsmaðurinn Ómar Torfason sem nú leikur með Víkingi, en hann lék í yngri flokkunum með Jóni, m.a. í 4. flokki, þegar engar æfingar höfðu farið fram fyrir þátttöku í íslandsmótinu. Þegar Jón var 17 ára hóf hann að leika með meistaraflokki ÍBÍ og strax fyrsta árið vann Iiðið 3. deild- ina. Þetta var 1975 og þá var gamla kempan, Björn Helgason enn prímusmótor liðsins, þótt kominn væri vel á fertugsaldur, en hann hafði alla tíð stefnt að því að leika meistaraflokksleik með syni sínum Helga, en son- urinn hætti eftir 3. flokk svo það varð aldrei af því. Árið 1978 munaði minnstu að ísfirð- ingarnir ynnu sig upp í 1. deild, en þeir klúðruðu í lokin og Haukar frá Hafnarfirði fóru upp. Eftir það keppnistímabil Jón er þekktur fyrir risainnköst sín — sem oft á tíðum jafngilda horn- spyrnum og hann hefur meira að segja skorað mark beint úr innkasti (en það var auðvitað ekki tekið gitt). varð breyting á högum Jóns Oddssonar. Hann hafði lokið stúdentsprófi vorið 1978 og í framhaldi af því fluttist hann suður til Reykjavíkur og hóf nám við Háskólann. Má segja að þá hefjist nýr kafli í íþrótta- lífi Jóns því þá fyrst kynntist hann markvissri þjálfun og hafði tíma til að stunda æfingar, en allt frá 12 ára aldri höfðu æfingar hjá honum verið fremur stopular, meðal annars vegna mikillar vinnu. KR og íslenska landsliðið. Þegar Jón flutti suður gekk hann í KR í knattspyrnunni og var það mest fyrir tilstilli Magn- úsar Jónatanssonar sem þá var þjálfari KR. Með vesturbæjar- liðinu lék Jón 1979 — 80 og stóð sig vel, einkum fyrra árið. Þá náði Jón því að vera valinn í ís- lenska landsliðið og við spyrj- um hann um tildrög þess og hvernig hafi gengið. „Það kom mjög óvænt er ég var valinn í landsliðshópinn, en ég hafði æft vel um veturinn og var fljótur í gott „form“, og það er líklega ástæðan fyrir því að ég datt þarna inn snemma vors. Liðið var valið eftir frammi- stöðu í Reykjavíkurmótinu og lék fyrst í Sviss, þar var ég vara- maður, og svo gegn Vestur- Þýskalandi hér heima. I þeim leik kom ég inn á eftir hlé, fyrir Pétur Ormslev að mig minnir, og það er eini landsleikur minn í knattspyrnu. Síðar um sumar- ið tognaði ég illa í bikarleik á Siglufirði og varð töluvert frá. Um haustið ’79 og veturinn sem á eftir fylgdi æfði ég vel og ætl- aði mér stóra hluti í knattspyrn- unni 1980. Það sumar lærði ég 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.