Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 51
stökkvara hérlendis. Hann sigr-
aði í langstökki í riðli þeim sem
íslendingar kepptu í á Evrópu-
mótinu 1981 í Luxembourg,
stökk 7.14 m. í þeirri keppni
hljóp Jón 400 m hlaup í fyrsta
skipti í 4x400 m boðhlauði og
vegna meiðsla var sveit Islend-
inga fremur skrautleg. Þeir Jón
Odds., Jón Diðriksson, Oddur
Sigurðsson og Sigurður Sigurðs-
son hlupu fyrir ísland og fram
kom í blaðagrein að „íslenska
sveitin hefði verið skipuð lang-
stökkvara, langhlaupara og
öðrum jólasveinum.“
Um haustið bætti Jón per-
sónulegan árangur sinn utan-
húss er hann sigraði langstökks-
keppni bikarkeppninnar með
7.31 m. Það er enn hans besti
árangur. í þeirri sömu keppni
varð Jón annar í hástökki og eft-
ir þessa frammistöðu lá leið
Jóns yfir á Hallarflötina, þar
sem hann tók þátt í síðari hálf-
leik knattspyrnuleiks milli ÍBÍ
og Fylkis í 2. deildinni. Þannig
hefur þetta oft verið á íþrótta-
ferli Jóns, hann hefur þotið á
milli íþróttavalla og íþróttasala
í æfingar og keppni, og sjálfsagt
stundum ekki vitað hvort hann
væri að koma eða fara.
íslandsmet innanhúss
7.52 m.
Það er óþarfi að tíunda alla
sigra Jóns í langstökkinu og það
hvernig hann hefur bætt sig
jafnt og þétt, en rétt er að rifja
upp þá baráttu sem Jón og Ár-
menningurinn stórefnilegi,
Kristján Harðarson, háðu um
innanhússmetið á síðast liðnum
vetri. Gefum Jóni orðið.
„Ég tók mér hvíld í mánuð á
síðast liðnum vetri og þá notaði
Kristján Harðarson tækifærið
og bætti innanhússmetið í lang-
stökkinu. Um jólin ákvað ég að
taka metið aftur og hóf stífar
æfingar í ársbyrjun. Ég æfði
mikið lyftingar, sumir sögðu of
mikið, en alla vega æfði ég einu
sinni 17 daga í röð. í byrjun
febrúar var Meistaramót íslands
(inni) og þá tókst mér vel upp,
stökk 7.52 m sem var nýtt ís-
landsmet. Því miður tognaði ég
illa í aftanlærsvöðva og meidd-
ist í hné og keppti ekkert í lang-
stökki fyrr en á Meistarmótinu
úti um daginn. Þá stökk ég 7.10
m og varð annar, en Kristján
vann með 7.37 m.“
Annarleg sjónarmið við
val landsliðs?
Maður skyldi ætla að Jón
Oddsson hefði verið fastur í
landsliði íslands í frjálsum
íþróttum á undanförnum árum,
að minnsta kosti í þeim tilfell-
um þar sem tveir keppendur frá
hverri þjóð taka þátt, eins og
tíðkast í Kalott-keppninni svo