Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 52

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 52
dæmi sé tekið. Það er öðru nær og vakna í því sambandi upp spurningar um það hvort ann- arleg sjónarmið ráði í sumum tilfellum vali keppenda. Til dæmis hefur verið gengið framhjá Jóni Oddssyni og sjálf- sagt fleirum þegar lið hefur ver- ið valið fyrir Kalott. Þó látið hafi verið í það skína að fjár- hagsástæður spili inn í val liðs- ins, því reynt sé að senda eins fáa keppendur og kostur er, hafa ekki allir sætt sig við slíkar skýr- ingar. í ljós hefur nefnilega komið að einstaklingur sem er sendur út og fenginn til að keppa í aukagrein sinni á kannski mun lakari árangur í greinunum samanlagt en annar sem ekki er valinn. Það eina sem sparast við slíkt val eru stig í sarp íslenska landsliðsins. Ekki verður því að óreyndu trúað að forystumönnum frjáls- íþróttamála sé svo mjög í nöp við að maður sem keppir í frjálsum íþróttum „í hjáverk- um“ nái jafn góðum árangri og raun ber vitni, og gangi af þeim sökum framhjá honum við val íslenska landsliðsins. Afrekaskrá Jóns Oddssonar í frjálsum íþróttum: Jón Oddsson hefur eins og fram hefur komið lagt aðal- áhersluna á langstökkið af greinum frjálsra íþrótta og náð þar umtalsverðum árangri með furðu lítilli fyrirhöfn. Hann er í dag besti langstökkvarinn inn- anhúss og sá næst besti utan- húss. En eins og títt er um frjáls- íþróttamenn hefur Jón einnig lagt stund á ýmsar aðrar grein- ar, svona til að hvíla sig á aðal- greininni. Hefur hann náð prýðis árangri í mörgum grein- um, en sameiginlegt þeim flest- um er að hann hefur ekkert æft þær svo heitið geti, bara keppt og bætt árangur sinn í hvert sinn. Lítum á afrekaskrána. ,,Ekki spurning um í hvaða íþróttagrein ég hefði getað náð lengst — heldur hver er skemmtilegust og þar hefur knattspyrnan vinninginn. “ Langstökk (úti): 7.31 m. Langstökk (inni): 7.52 m ísl,- met. Hástökk (úti): 1.95 m. Hástökk (inni): 1.90 m. Þrístökk: tæp. 14 m. 100 m hlaup: 11.1 sek. (hand- tímataka), 11.24 (rafmagns- klukka). 200 m hlaup: 23.00 (rafmagns- tími). 400 m hlaup: 52 — 53 sek. (boðhlaupið). Spjótkast: Um 42 m. Kringlukast: 37 — 38 m. Kúluvarp: Um llm. Evrópuleikir í körfu- knattleik, sundmet og fimleikaflokkur. Þótt segja megi að knatt- spyrnan og frjálsar séu þær íþróttageinar sem Jón Oddsson hefur lagt mesta áherslu á og náð bestum árangri í, þá er ekki þar sem sagt að hann hafi ekki lagt stund á aðrar íþróttagrein- ar. Sem ungur drengur á ísafirði 52

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.