Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 53
var hann bókstaflega í öllu því
sem hægt var að hugsa sér.
Hann tók þátt í sundmótum
ungra stráka og á enn nokkur
Vestra-met í flokki 10 ára og
yngri. Handknattleikslið að
vestan lék eitt sinn í úrslita-
keppni 3. deildar þar sem það
tapaði fyrir Stjörnunni og að
sjálfsögðu var hinn fjölhæfi Jón
Oddsson meðal leikmanna ísa-
fjarðarliðsins. Á Menntaskóla-
árum Jóns var hann í fimleika-
flokki skólans og það sagði
hann að hefði hjálpað sér mikið
í sambandi við mýkt, stökkkraft
og fleira. Svo var það karfan, en
þar er Jón mjög liðtækur eins og
margir vita.
Ásamt Ómari Torfasyni,
Haraldi Leifssyni og fleirum
myndaði Jón ágætt lið í 3.
flokki, sem komst í úrslit og fór
til Reykjavíkur þjálfara- og for-
ystulaust. Þeir fimmmenning-
arnir unnu Fram en töpuðu á
vafasaman hátt fyrir ÍR og öll
liðin urðu jöfn og þurftu að
leika að nýju. Þá sagði úthalds-
og stjórnunarleysið til sín og
Vestfirðingarnir urðu að lúta í
lægra haldi.
Jón lék síðan með KFÍ í 2.
deildinni þar til hann flutti suð-
ur, þá gekk hann til liðs við úr-
valsdeildarlið Stúdenta. Með ÍS
lék Jón 1978 — 79, eldfljótur
bakvörður sem oft skoraði
fjölda stiga, einkum eftir hraða-
upphlaup. Þetta tímabil tók ÍS
þátt í Evrópukeppni bikarhafa
og lék gegn spænska stórliðinu
Barcelona sem vann 125-79 og
124-79. Á næsta keppnistíma-
bili lék Jón með Val í úrvals-
deildinni fram að áramótum, en
varð þá að hætta þar sem hann
tók að sér þjálfun 3. flokks KR í
knattspyrnu. Eftir þetta varð
ekki tími fyrir körfuboltann,
ekki einu sinni fyrir mann eins
og Jón Oddsson, því hann fór að
taka langstökkið alvarlega og
það eru ekki nema 24 klst. í sól-
arhring, og það eru takmörk
fyrir því sem hægt er að áorka á
þeim tíma, jafnvel fyrir orku-
búnt eins og Jón Oddsson.
Á upptalningu þessarri ætti
að vera ljóst að Jón hefur haft
töluvert að gera, og það hefur
ekki verið óalgengt fyrir hann
að æfa eða keppa tvisvar á dag.
Skyldi maðurinn aldrei vera
þreyttur?
„Maður þreytist ekki á því
sem er skemmtilegt.“
„Ekki verulega. Þó hafa sum-
ar helgarnar þegar mikið hefur
verið um að vera verið erfiðar,
en maður finnur ekki eins fyrir
þreytu þegar maður er að gera
eitthvað skemmtilegt. Sem
dæmi um erfiða helgi get ég tek-
ið eina sumarið 1978. Þá fór
Landsmót UMFÍ fram á Sel-
fossi.
Á föstudegi keppti ég í lang-
stökki og vann og varð síðan
annar í hástökki á eftir Karli
West fyrir hádegi á laugardegi,
stökk 1.94 m. Að því búnu
„húkkaði" ég mér far til
Reykjavíkur, náði flugvél vestur
til ísafjarðar og lék þar einn
knattspyrnuleik. Eftir sturtuna
fór ég út á ísafjarðarflugvöll upp
á von og óvon, fékk far með
einkaflugvél til Reykjavíkur,
tók strætó upp í Árbæ og fór
þaðan á puttanum austur. Síðan
keppti ég í þrístökki og 4x100 m
boðhlaupi á sunnudegi og þar
með var minni þátttöku í íþrótt-
um lokið þá helgina.“
Sérðu ekkert eftir öllum þess-
um tíma sem í íþróttirnar hefur
farið?
„Nei, alls ekki. Þetta hefur
veitt mér mikla ánægju og ég er
staðráðinn í að halda áfram
meðan ég hef gaman af. Ég ætti
að vera á toppnum sem knatt-
spyrnumaður 28 — 30 ára ef ég
æfi vel. Eina eftirsjáin er að hafa
ekki komist undir handleiðslu
alvöru þjálfara fyrr og það hefur
kannski bitnað mest á frjálsu
íþróttunum. í knattspyrnunni
var ég svo heppinn að lenda hjá
Magnúsi Jónatanssyni í ljögur
ár og hann hefur átt lang mestan
þátt í minni framvindu og
framþróun sem knattspyrnu-
manns. Við erum ágætir félagar
og tölum mikið saman um
knattspyrnu á sumrin og rjúpur
á haustin.
„Knattspyrnan ávallt
númer eitt.“
Ein erfið spurning að lokum.
Átt þú Jón ekki að leggja frekar
áherslu á langstökk en knatt-
spyrnu? Hefur þú ekki meiri
hæfileika sem frjálsíþróttamað-
uren sem knattspyrnumaður?
„Margir vilja meina það og
mér hefur oft verið sagt að ég sé
heimskur að velja fótboltann
sem mína aðalíþrótt. En málið
er bara það að mér hefur alltaf
þótt meira gaman að knatt-
spymu en frjálsum. Ég gerði til-
raun árið 1981 til að breyta
þessu og leggja áherslu á frjáls-
ar, en mér hálfleiddist. Kannski
að hópíþróttir henti mér betur.
En ég hef haft gott af frjáls-
íþróttaæfingunum. Þar hef ég
lært mikið um líkamann, svo
sem starfsemi vöðvanna og
fleira, þýðingu þess að teygja og
hita vel upp fyrir æfingar og
leiki.“
Jón Oddsson er vissulega sér-
stakt fyrirbæri í íslensku
íþróttalífi. Svo að segja fyrir-
hafnarlaust hefur hann náð
mjög góðum árangri í þremur
alls óskyldum íþróttagreinum,
körfubolta, knattspyrnu og
frjálsum íþróttum, og að auki
komið nokkuð við sögu í öðrum
greinum. Hann hefur verið góð
auglýsing fyrir heimabyggð
sína, ísafjörð, og ungmennum
um allt land góð fyrirmynd sak-
ir reglusemi og íþróttamanns-
legrar framkomu.
íþróttablaðið þakkar Jóni fyrir
spjallið og óskar honum alls
hins besta.
53