Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 61

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 61
Þorsteinn Einarsson fyrrv. íþróttafulltrúi Rangfærslur ritstjórnar- spjalls leiðréttar Iþróttablaðið — íþróttir og útilíf — er i upplýsingum um blaðið á fyrstu lessíðu þess, skráð málgagn íþróttasambands ís- lands og skrifstofa ritstjórnar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík. Ritstjórnarspjall fyrstu lessíðu mætti því ætla að yrði til í höfuðstöðvum íþróttamálanna og jafnvel hjá framkvæmda- stjórninni sjálfri. I síðasta hefti blaðsins — 2. tbl. 43. árg. — er að venju ómerkt ritstjórnarspjall, sem ber heitið: íþróttamannvirki. I því eru sett fram 16 atriði til þess að vekja athygli á hvernig að uppbyggingu íþróttaaðstöðu og þá sérstaklega byggingu íþrótta- húsa hefur verið staðið hina síð- ustu tvo áratugi. Ég hefi athugað að fram- kvæmdastjórn ÍSl á engan hlut að þessu ritstjórnarspjalli og kvaðst sjá til þess að leiðrétting á rangfærslum eða misskilningi, sem fram koma í því fáist birt í næsta tölublaði Iþróttablaðsins. Ég tel að eigi sé rétt að láta þessum atriðum spjallsins ósvar- að, þar sem þau eru sett fram í opinberu málgagni ÍSÍ, alrangt farið með staðreyndir og sveigt á óverðugan hátt að bæjar- og sveitarfélögum, sem mörg hver af litlum efnum hafa unnið stórvirki í uppbyggingu aðstöðu til íþróttaiðkana og keppni. Áber- andi í þjóðlífinu eru hinir tíðu leikir í knattspymu, kerfisbundnir í deildir og aídursflokka og háðir um allt land. Vellina, aðstöðuna, sem stuðla mjög að þessari fram- Þorsteinn Einarsson fyrrverandi íþróttafuiitrúi ríkisins. kvæmd, hafa bæjar- og sveitarfé- lögin gert sjálf eða styrkt félög til með aðstoð íþróttasjóðs. Þá eiga fjölmargir einstakling- ar hlut að íþróttamannvirkjagerð með störfum í nefndum og svo arkitektar og verkfræðingar, sem með kunnáttu sinni hafa leyst oft vandasöm verk af kostgæfni. Teldi ég mig minni mann, ef ég ekki leitaðist við að andmæla vitleysum um mannvirkin og ásökunum rabbshöfundar í garð hinna fjölmörgu, sem hlut eiga að máli, sem ég hefi unnið með fyrir íþróttanefnd ríkisins og mennta- málaráðuneytið. Ég hefi númerað atriði spjalls- ins, til þess að afmarka athuga- semdir og tengja þær ljóslega viðkomandi atriði. 1.—2. „... virðist hver vera að pota í eigin horni og fara sínar leiðir ...“ Niðurstaðan: „aukinn kostnaður og engin húsanna eins“. Venjan hefur verið sú, að þeir, sem ætla að reisa íþróttahús koma á fót undirbúningsnefnd eða bygginganefnd. Haldinn á hennar vegum fræðslufundur um slík mannvirki. Þar tekið til um- ræðu: fyrir hvað á að reisa hús, hver kostnaður ýmsra staða, reksturskostnaður þeirra, mis- munandi gerðir húsa og smíða- aðferðir (sjö sinnum gerðar á þessu rannsóknir), hvernig hafa hús verið reist til þessa (sýndar teikningar), skýrð væntanleg hlutdeild ríkissjóðs santkv. gild- andi reglugerð um viðmiðun á kostnaði skólahúsa o.s.frv. Þegar bygginganefnd hefur valið hönnuði, hefur verið efnt til skoðunarferða á íþróttahúsum, þar sem eigendur hafa verið spurðir um margt t.d. hvað forð- ast, ef þeir væru að undirbúa hússmíði, að fenginni reynslu af því sem fyrir er. Meðan hönnuðir hafa unnið að teikningum hefur oft verið komið saman til athugana. Af þessu má ljóst vera að eigi er rétt, að hver hafi verið að pota í sínu horni. Það hefur markvisst verið 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.