Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 62
Dæmi um myndarlegt framtak við íþróttahúsasmíði. íþróttamiðstöðin á Selfossi. Þjónar vel þörfum bæjarbúa
og hefur orðið sannkölluð lyftistöng ííþróttalífinu Ikaupstaðnum.
unnið gegn því að gallar eldri
húsa lifi áfram í nýjum og bygg-
ingahættir rannsakaðir.
3. „í bæjum og borgum t.d.
Norðurlanda eru í flestum tilfell-
um íþróttahús nákvæmlega
eins“.
Hér er farið hrapalega illa með
staðreyndir. Við, sem höfum far-
ið nrargar skoðunarferðir um
þessi lönd, sótt sýningar og nám-
skeið, hljótum að mótmæla þess-
ari fullyrðingu. Samvinna hefur
verið mjög náin við þær stofnanir
í þessum löndum, sem miðla
upplýsingum og safna stað-
reyndum um smíði íþróttahúsa.
4. .. með fullkomnum
keppnisvelli t.d. fyrir handknatt-
leik . . .“
Hér kemur fram hið eilífa stagl
um fullkominn keppnisvöll þ.e.
gólfflöt 44x22 m. Aðrar íþróttir
eru til og allar hafa í leikreglum
ákvæði um fullkominn keppnis-
völl. Margar stærðir gólfa geta
rúmað fullkominn keppnisvöll
ýmissa íþrótta. Vegna þess, að
íþróttasalir eru dýr mannvirki og
reksturskostnaður hár, þá hefur
verið horfið að því, að undan-
genginni náinni athugun, að reisa
sali, sem fela í sér sem flesta
„fullkomna“ keppnisvelli margra
íþrótta og nýta gólfflöt áhorf-
endasvæða með því að gera þau
færanleg. Stærðin 45x27 m veitir
hagkvæmastan rekstur. Við
framdregin áhorfendasvæði fást
á 45x27 m gólfi framan við þau
fullkomnir keppnisvellir fyrir:
badminton, blak, körfu- og
handknattleik, innanhúss knatt-
spyrnu, fimleika, júdó, glímu
o.s.frv.
Með áhorfendasvæði felld að
langvegg fást: 9 badmintonvellir,
3 blakvellir, 3 körfuknattleiks-
vellir o.s.frv. Af þessari stærð er
hið nýja íþróttahús á Akureyri og
Seljaskóla í Reykjavík og verið er
að reisa af sömu stærð hús í
Kópavogi og að Laugarvatni.
Einingar í slíkum húsum eru
eiginlega 3 salir 15x27 m og er
helmingur þeirrar stærðar orðin
grunneining í viðmiðunar reglu-
gerð menntamálaráðuneytisins
um stærðir íþróttasala skóla.
Unnt er að reisa slíkar stærðir
húsa í áföngum t.d. Vz þeirra
15x27 m, % þeirra 30x27 m.
Þannig er nú unnið að því að
reisa íþróttahús á Sauðárkróki,
Bolungarvík og jafnvel á Húsa-
vík.
Um 1960 féllst þáverandi
menntamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason, á að reisa íþróttahús,
sem mætti stækka og væri 1.
áfangi þeirra litlu stærri að rúm-
taki en hin þá hefðbundnu
skólaíþróttahús 10X20 m eða
12X24 m. Samkvæmt þessari
ákvörðun voru íþróttahús reist á
Dalvík, Neskaupstað og Hvera-
gerði.
5.—6. . . með ... góðum söl-
um fyrir íþróttagreinar, sem ekki
eru eins frekar á rými, félagsað-
stöðu og veitingasölum".
Fámenn þjóð og kvað þá lítil
62