Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 66
veggjum, styrkveitingar upp í
leigukostnað og að leiga er í
engu tengd byggingarkostnaði,
þá er vísað á bug þeirri staðhæf-
ingu í garð bæjar- og sveitarfé-
laga að leiga íþróttahúsa sé það
há, að hin frjálsu íþróttafélög
hafa ekki efni á að taka og nýta
aðstöðuna.
Vandinn við starfrækslu hinna
stóru sala er að forráðamönnum
íþróttafélaga skiljist hversu þeir
geta nýtt salina, með notkun
færanlegra veggja, svo að fleiri
félagsbundnir iðkendur komist
að og þá við lægri leigu og al-
menningur fái auknar iðkenda-
stundir.
Þorsteinn Einarsson
Athugasemd við athugasemdina:
Bygging íþróttahúsa er mikið
framtak... og því þarf framsýni
að vera í fyrirrúmi
Athugasemdir Þorsteins Ein-
arssonar fyrrverandi íþróttafull-
trúa ríkisins við ritstjórnarspjall
mitt í 2. tbl. íþróttablaðsins 1983
gefa raunar tilefni til ítarlegrar
umfjöllunar um stöðu og skipu-
lag bygginga íþróttahúsa og ann-
arra íþróttamannvirkja á íslandi
á undanförnum áratugum, en
miklu rými verður þó ekki eytt til
svara að sinni. Ljóst er að við
verðum seint sammála um þessi
mál. Þorsteinn virðist alltaf jafn
undrandi þegar gagnrýni kemur
fram á þá stefnu sem ríkt hefurog
flokkar slíkt undir persónulegar
árásir á sig og einhverja aðra, og
ég verð alltaf jafn undrandi á því
að hann skuli vera ánægður og
telja ástandið harla gott.
í upphafi greinar sinnar segir
Þorsteinn að þar sem íþrótta-
blaðið sé málgagn íþróttasam-
bands íslands mætti ætla að rit-
stjórnargreinar blaðsins væru
samdar „í höfuðstöðvum íþrótta-
málanna“. Honum rétt til
glöggvunar skal það upplýst að
venja er að ritstjórar blaða semji
sjálfir ritstjórnargreinar og beri
persónulega ábyrgð á þeim. Hef-
ur svo verið með íþróttablaðið og
verður vonandi, hver svo sem
ritstjóri blaðsins er á hverjum
tíma. Og það er skoðun undirrit-
aðs að íþróttablaðið eigi að vera
opið fyrir gagnrýni hvort sem
hún kemur frá ritstjórn blaðsins
eða öðrum og hvort sem sú
gagnrýni beinist að opinberum
aðilum, íþróttahreyfingunni
sjálfri, blaðinu eða öðru. Tel ég
það líka í samræmi við stefnu
framkvæmdastjórnar íþrótta-
sambands íslands og bendi á,
máli mínu til stuðnings, grein
sem einn af framkvæmdastjórn-
armönnum ritaði í 1. tbl. Frétta-
bréfs ÍSÍ. þar sem beinlínis var
hvatt til gagnrýni á íþróttaforyst-
una og lýst eftir henni. Svo lengi
hefur undirritaður fylgst með
íþróttamálum hérlendis að vita
með vissu að forystumenn
íþróttahreyfingarinnar eru langt
frá því að vera ánægðir með þá
stefnu sem fylgt hefur verið í
byggingu íþróttahúsa á íslandi,
og man ég t.d. ekki betur en að
Þorsteinn hafi sjálfur setið undir
slíkri gagnrýni, t.d. á ársþingum
HSÍ. Það er því að mínu mati
ekki á skjön við skoðanir íþrótta-
hreyfingarinnar þótt gagnrýni sé
sett fram á íþróttahúsabygging-
arnar í tíð Þorsteins sem íþrótta-
fulltrúa ríkisins.
Margt af því sem Þorsteinn
bendir á í athugasemdum sínum
við ritstjórnarspjall mitt er þó
rétt. T.d. er ég enginn sérfræð-
ingur í byggingu slíkra húsa og
horfi á málið meira sem leik-
maður og áhugamaður um
íþróttir. Það sem t.d. var sagt um
íþróttahús á Norðurlöndum
byggðist eingöngu á persónulegri
reynslu minni. Ég hef komið þar í
allmörg íþróttahús og lýsti aðeins
því sem fyrir augu bar. Því fer þó
vitanlega fjarri að ég hafi komið í
öll íþróttahús í þessum löndum
og sú alhæfing sem kom fram í
ritstjórnarspjallinu er því vitan-
lega gagnrýniverð. Það getur
meira en vel verið að það hafi
verið hrein tilviljun að ég kom í
hvert íþróttahúsið af öðru sem
greinilega var byggt eftir sömu
teikningu og var með þeim bún-
aði sem lýst var í ritstjórnar-
spjallinu og svipaði til íþrótta-
miðstöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum. En undarleg verður sú
tilviljun þó að teljast.
Sú atburðarás sem Þorsteinn
lýsir við undirbúning bygginga
íþróttahúsa sýnist mér staðfesta í
meginatriðum það sem ég var þó
fyrst og fremst að gagnrýna í
umræddri ritstjórnargrein. Það,
að engin heildarstefna var ríkj-
andi. Hver bygginganefnd fyrir
sig velur hönnuði og það er látið
nægja að fara í skoðunarferðir til
annarra sem þegar hafa komið
sér upp húsi til þess að kynnast
kostum þeirra og göllum. Hönn-
66