Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 75

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 75
ótrúlega góða þjálfun. Og því sem meira er, leiðirnar sem börnin hlaupa eða skokka eru oft mjög erfiðar yfirferðar og það eykur þol þeirra og hæfni. En auðvitað er þetta aðeins ein af skýringunum. Sagt er að hlaupin séu raunar eina afþrey- ing unglinga á þessum stöðum. Aðrar íþróttir glepja þar ekki fyrir, t.d. eins og knattleikir, sem þekkjast ekki og fyrir langa löngu vaknaði mikill metnaður og samkeppni milli ættbálka að eiga góða hlaupara. Það varð svo aftur til þess að reynt var að skapa þeim hlaupurum sem sköruðu fram úr aðstöðu til þess að æfa sig í hlaupum og séð var í gegnum fingur við þá þótt þeir stunduðu vinnu ekki eins reglu- lega og aðrir. Á síðari árum hefur enn annað orðið til þess að unglingar í þess- um löndum leggja mikið á sig við æfingar. íþróttaframi er vísasti vegurinn til þess að fá að ferðast og jafnvel til þess að komast í skóla. Stundum er góður íþrótta- árangur eini möguleikinn sem unglingarnir hafa til þess að komast áfram. Þeir sjá fyrir sér að þeir sem náð hafa langt í íþrótt- um hafa það tiltölulega betra en flestir aðrir landar þeirra, og því verður það eftirsóknarvert að ná góðum árangri. íþróttaafrekin verða því lykill að því að brjótast út úr hinni sáru fátækt sem er á mörgum þessara staða og einnig lykillinn að því að fá möguleika á því að dvelja í öðrum löndum, sent mörgum Afríkubúum þykir mjög eftirsóknarvert. En það þykir sameiginlegt með öllum stórhlaupurunum frá Afríku, að þótt þeim bjóðist gull og grænir skógar víða annars staðar en í heimalandi sínu, þá eru þeir jafnan með hugann heima og vilja helst setjast þar að. Sannast þar hið fornkveðna að þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Sem dæmi má nefna hinn fræga stórhlaupara Henry Rono. íþróttir opnuðu honum leið til náms í íþróttasálarfræði við Washington State University og dvaldist hann þar um hríð. Bandaríkjamenn buðu honum allskonar námstyrki og aðstoð, sérstaklega eftir að hann var far- inn að setja heimsmet í lang- hlaupunt og gerðu sér jafnvel vonir um að hann myndi setjast að í Bandaríkjunum og keppa undir þeirra merkjum. En Rono kærði sig ekkert um slíkt. Hann lauk námi í skólanum, en féllst aldrei á að keppa nema undir merkjum heimalands síns, Kenía. Sl. sumar var Rono leið- togi nokkurra afrískra hlaupara sem voru við æfingar í Sviss. Gerðu nokkrir þeir bestu í hópn- um samninga um keppni á meiri háttar frjálsíþróttamótum í Evrópu og fengu góðar greiðslur fyrir — það góðar að þeir gátu lifað þægilegu lífi og átt peninga afgangs til þess að senda fjöl- 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.