Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 77
Verður
Thompson
ekki með?
Margt bendir til þess að
fyrrverandi heimsmethafinn í
tugþraut, Bretinn Daley
Thompson verði ekki meðal
keppenda á heimsmeistara-
mótinu í frjálsum íþróttum
sem fram fer í Helsinki nú í
ágúst. Thompson hefur átt við
meiðsli að stríða og segist ekki
fara til keppni á mótinu nema
að hann verði fullkomlega
heill heilsu, enda hafi hann
ekki áhuga á að mæta helstu
keppinautum sínum, Þjóðverj-
unum Hingsen og Kratchmer
nema til þess að vinna þá, en
það geti hann ekki verði hann
„að drepast í bakinu.“
Atvinnu-
skautamaður
Sovéski listskautahlaup-
arinn Igor Bobrin sem nú er 30
ára hefur ákveðið að hætta
keppni. Hann mun þó ekki
hætta listhlaupi á skautum, þar
sem hann hefur tekið að sér
hlutverk í ballettsýningum þar
sem skautalisthlaup kemur við
sögu.
Happel í
hrakningum
Ernst Happel þjálfarí
vestur-þýska meistaraliðsins
Hamburger Sv lenti í hálfgerð-
um hrakningum þegar hann
skrapp til Ítalíu í þeim tilgangi
að njósna um Juventus fyrir
úrslitaleikinn í Evrópubikar-
keppninni. Vitanlega ætlaði
Happel að fljúga en þegar
hann kom í tollinn var hann
stoppaður og kom þá í Ijós að
hann var með einni brenni-
vínsflösku of mikið með sér.
Happel notar ekki mikið
áfengi en þess meira af
vindlingum sem hann róar
taugamar með meðan á erfið-
um leikjum stendur. Happel
kvaðst sjálfur ekki eiga um-
fram flöskuna, heldur ætti að-
stoðarþjálfari sinn Ristic
hana. Þegar tollararnir ætluðu
að spyrja Ristic um sannleiks-
gildi orða Happels var það
ekki hægt, þar sem flugvélin
sem aðstoðarþjálfarinn fór
með var komin í loftið, en
Happel varð að gera sér það
að góðu að dúsa marga
klukkutíma á flugvellinum uns
hann náði annarri vél til Ítalíu.
A útivelli
Enn er
Enroe
sektaður
Tennisleikarinn John
McEnroe er alltaf samur við
sig. I tenniskeppni sem fram
fór í Forest Hills í Bandaríkj-
unum sinnaðist honum við
mótherja sinn, Thomas Smid,
og lét sig hafa það að hrópa til
hans að hann væri „kommún-
istabjálfi“. Ákveðið var að
sekta kappann fyrir óíþrótta-
mannslega framkomu og hon-
um var gert að greiða 1.000
dollara. Slík upphæð er raunar
smápeningur fyrir McEnro
sem er margfaldur milljóneri
og í hópi tekjuhæstu íþrótta-
manna heims. Þess má geta að
í umræddum leik vannMcEnro
öruggan sigur, 6—3 og 7—5,
og verðlaunin sem hann fékk
voru margfalt meiri en sektin
sem hann var dæmdur í.
Dino Zoff
semur
ítalski knattspymumark-
vörðurinn Dino Zoff lætur
ekki deigan síga þótt hann sé á
fertugasta og þriðja aldurs-
árinu. Nýlega skrifaði hann
undir árs samning við Juventus
og lét við það tækifæri svo
ummælt að hann hygðist leika
knattspyrnu í a.m.k. tíu ár í
viðbót.
77